June 22, 2014

Sykur vax er snilld !

Mig langaði endilega að deila einni snilld með ykkur sem ég komst í kynni við fyrir nokkru síðan en það er sykur vax, en sykur vax er algjörlega náttúrulegt vax sem þú getur búið til heima hjá þér á undir 10 mínútum og notað svo til að vaxa hvaða líkamshár sem er.. meira að segja þetta viðkvæma svæði þarna niðri (því jú þetta er allt bara náttúruleg efni sem geta ekki skaðað þið vitið hvað..)


Til að gera sykur vax þarft þú:

1/4 bolla Vatn
1/4 bolla ný kreistan sítrónu safa
1 bolla sykur

Lætur í pott á hæðsta hita og bíður þar til suðan kemur upp og lætur bubbla í 5 mín eða þar til liturinn er orðin eins og á myndinni hér að ofan og þá setur þú nýa fína sykur vaxið þitt í krukku og notað að vild.. Mér finnst best að geyma í ísskápnum yfir nótt og nota það mjúkt og dreifa því með höndunum (set vídeo af því hvernig mér finnst best að nota þetta hér neðar) en svo er líka hægt að nota þetta bara eins og venjulegt vax og það er það sem ég geri með augabrúnirnar á mér :)
Langaði líka að minnast á eitt og það er að aldrei reyna að vesenast við það að þrífa vax í burt af neinu nema bara með hreinni ólífuolíu eða annari olíu sem er örugg fyrir húðina.





Vona að þið hafið haft gagn og gaman af og að einhver geti mögulega nýtt sér þetta, eins og ég segi er þetta hrein snilld sem mér finnst að allir sem raka sig eða vaxa sig þurfa að prufa.

June 21, 2014

Múmínbolla ást !

Jæja nú jæja ég mjög oft beðin um að sýna ykkur bæði Iittala safnið mitt og Múmínbolla safnið mitt og það er það sem ég ætla að gera í dag, ég á orðið töluvert af bollum og vona að þið njótið nú bara þó það verða kannski rosalega mikið af myndum :)...

Hérna er allt safnið mitt af Múmín bollum saman komið og svona geymi ég það alltaf :)
Hér er smá mynd af því hvernig mér finnst best að nota bollana fyrir sjálfa mig en það er til að fá mér Clipper te með berjabragði og smá Ástaraldinsírópi.
Þetta eru Múmín mamma og Múmín pabbi bollarnir en þessir efri eru mjög nýlega komnir í búðir hér á landi en þessir neðri eru ný hættir í framleiðslu en fást mögulega á ebay :) 
Þessir bollar er allir enn í framleiðslu og til hér á landi en þetta eru Mímla, Snabbi, Snúður og Mía.
Þetta eru bollarnir með Múmínsnáða  og Snorklarastelpunni en þessir bollar eru allir enn í framleiðslu nema þessi guli með Snorklarastelpunni og ég hugsa að hann fáist ekki lengur hér á landi en þá er alltaf hægt að snú sér að ebay :)!
Þetta eru "Adventure Move" og "Tove 100 ára" en þetta eru bollar sem fást báðir að ég held enn hér á landi en Tove bollinn var framleiddur í takmörkuu upplagi og sjöunda hvert eintak var framleitt með gleraugum ofaní, fyrir þá sem ekki vita var Tove höfundur Múmínálfana.
Þetta eru jólabollarnir frá árinu 2012 og 2013 og ég á tvo af hvorum og mig hlakkar mjög til að sjá þann sem kemur út í ár :)
Þetta er Stinky en hann er eini bollinn sem betri helmingurinn vildi að kæmi inná heimilið og þessi bolli var líka annar af tveimur fyrstu bollunum mínum.
Þessi er svolítið öðruvísi en hinir en þetta er ekki þessi klassíski Múmínbolli en þessi er emeleraður og er eini svona bollinn minn og hann er frá Muurla en ekki Arabia eins og hinir :)
Síðan má til gamans geta að ég á svona voða falleg Múmín eldhússkæri, Múmin könnu í "Adventure Move" og þennan yndislega Múmín bakka.

Fer nú líka mögulega að setja inn Iittala safnið mitt fyrir ykkur sem hafið áhuga en það verður laaaangur póstur en vonandi nutuð þið í bili og við heyrumst seinna :)
(Ég vil líka nota tækifærið og þakka öllum sem hafa gefið mér Múmín að gjöf og segja að ég átta mig á að ég er mjög lánsöm að geta átt svona stórt safn af einhverju svona fallegu)