Mig langaði endilega að deila einni snilld með ykkur sem ég komst í kynni við fyrir nokkru síðan en það er sykur vax, en sykur vax er algjörlega náttúrulegt vax sem þú getur búið til heima hjá þér á undir 10 mínútum og notað svo til að vaxa hvaða líkamshár sem er.. meira að segja þetta viðkvæma svæði þarna niðri (því jú þetta er allt bara náttúruleg efni sem geta ekki skaðað þið vitið hvað..)
Til að gera sykur vax þarft þú:
1/4 bolla Vatn
1/4 bolla ný kreistan sítrónu safa
1 bolla sykur
Lætur í pott á hæðsta hita og bíður þar til suðan kemur upp og lætur bubbla í 5 mín eða þar til liturinn er orðin eins og á myndinni hér að ofan og þá setur þú nýa fína sykur vaxið þitt í krukku og notað að vild.. Mér finnst best að geyma í ísskápnum yfir nótt og nota það mjúkt og dreifa því með höndunum (set vídeo af því hvernig mér finnst best að nota þetta hér neðar) en svo er líka hægt að nota þetta bara eins og venjulegt vax og það er það sem ég geri með augabrúnirnar á mér :)
Langaði líka að minnast á eitt og það er að aldrei reyna að vesenast við það að þrífa vax í burt af neinu nema bara með hreinni ólífuolíu eða annari olíu sem er örugg fyrir húðina.
Vona að þið hafið haft gagn og gaman af og að einhver geti mögulega nýtt sér þetta, eins og ég segi er þetta hrein snilld sem mér finnst að allir sem raka sig eða vaxa sig þurfa að prufa.