Jæja nú jæja ég mjög oft beðin um að sýna ykkur bæði Iittala safnið mitt og Múmínbolla safnið mitt og það er það sem ég ætla að gera í dag, ég á orðið töluvert af bollum og vona að þið njótið nú bara þó það verða kannski rosalega mikið af myndum :)...
![]() |
Hérna er allt safnið mitt af Múmín bollum saman komið og svona geymi ég það alltaf :) |
![]() |
Hér er smá mynd af því hvernig mér finnst best að nota bollana fyrir sjálfa mig en það er til að fá mér Clipper te með berjabragði og smá Ástaraldinsírópi. |
![]() |
Þetta eru Múmín mamma og Múmín pabbi bollarnir en þessir efri eru mjög nýlega komnir í búðir hér á landi en þessir neðri eru ný hættir í framleiðslu en fást mögulega á ebay :) |
![]() |
Þessir bollar er allir enn í framleiðslu og til hér á landi en þetta eru Mímla, Snabbi, Snúður og Mía. |
![]() |
Þetta eru jólabollarnir frá árinu 2012 og 2013 og ég á tvo af hvorum og mig hlakkar mjög til að sjá þann sem kemur út í ár :) |
![]() |
Þetta er Stinky en hann er eini bollinn sem betri helmingurinn vildi að kæmi inná heimilið og þessi bolli var líka annar af tveimur fyrstu bollunum mínum. |
![]() |
Þessi er svolítið öðruvísi en hinir en þetta er ekki þessi klassíski Múmínbolli en þessi er emeleraður og er eini svona bollinn minn og hann er frá Muurla en ekki Arabia eins og hinir :) |
![]() |
Síðan má til gamans geta að ég á svona voða falleg Múmín eldhússkæri, Múmin könnu í "Adventure Move" og þennan yndislega Múmín bakka. |
Fer nú líka mögulega að setja inn Iittala safnið mitt fyrir ykkur sem hafið áhuga en það verður laaaangur póstur en vonandi nutuð þið í bili og við heyrumst seinna :)
(Ég vil líka nota tækifærið og þakka öllum sem hafa gefið mér Múmín að gjöf og segja að ég átta mig á að ég er mjög lánsöm að geta átt svona stórt safn af einhverju svona fallegu)
No comments:
Post a Comment