May 28, 2014

Smá innlit..

Það er búið að vera voða mikið að gera hjá mér seinustu daga og ég hef ekki haft mikið fyrir ykkur en mig langar voðalega að leyfa ykkur að fá smá innlit og sjá hvað ég er búin að vera að bralla..

Langaði bara að byrja á því að deila þessari fegurð með ykkur en þetta er það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna á morgnana.
Við fengum filmu í eldhúsgluggann hjá okkur, við keyftum hana hjá Topp Útlit og fengum æðislega þjónustu en ég sá sjálf um útlitið á henni og teiknaði sjálf öll áhöldin og sendi síðan á þá hjá Topp Útlit.
Hér er aðeins betri mynd af textanum í litla glugganum og skápurinn sem við erum búin að vera mála og þið fáið að sjá betri póst um seinna.

Síðan erum við búin að vera að setja upp myndir og auðvitað var það gert eftir nákvæmum formúlum og afi kom og hjálpaði okkur með það.
Vona að þið hafi haft gaman af svona smá innliti.

No comments:

Post a Comment