Ooh elsku, elsku íslenska sumarið er komið með öllum sínum fallegu litum, útilegum, grillum, björtum nóttum og ég veit ekki hvað og hvað.
Í tilefni þess langar mig að segja ykkur hvað eru mínar óþarfa nauðsynjar fyrir sumarið.
Mér finnst alltaf jafn gaman að eignast nýjan kjól en fyrir sumarið er algjör óþarfa nauðsinn að eignast fallegan sumar kjól, ég er nú þegar búin að kaupa mér einn til að vera í á afmælinu mínu.
Það þurfa allir sólgleraugu fyrir sumarið, fyrir mig er þetta bráð nauðsynlegt því ég er með mjög viðkvæm augu og verða að henda sólgleraugunum á um leið og sú gula sýnir sig ötlítið.
![]() |
1. Dior Mohotani 58mm, fást hjá nordstrom.com. 2. Tory Burch Panama, toryburch.com. 3. Ray-Ban 59mm Polarized Aviator, nordstrome.com. 4. Wildfox Couture Bel Air, wildfoxcouture.com. |
Myndavél, ég get ekki sagt það nægilega oft hvað mér finnst mikilvægt að taka myndir af öllum og öllu, hvenær sem er og hvernig sem er og það verður alltaf léttara fyrir okkur þar sem flestir hafa myndavél í símunum en það er gaman að eiga myndavél líka og mig langar rosalega í þessa hérna
![]() |
Fujifilm instax mini 8 Instant Film Camera fæst á bestbuy.com á 69.99 dollara og án efa á mörgum öðrum stöðum en ég er voðalega skotin í þessari gulu og bleiku. |
Bikini eða sundbolur eru möst have fyrir sumarið, meira að segja fyrir spéhrædda eins og mig er mikil óþarfa nauðsynn að eiga nokkur bikini.
Og auðvitað væri ég ekki ég nema að segja ykkur að það er mjög svo þurft að láta heimilið fá smá sumaruppliftingu með fallegum litum hér og þar!
Vona að þið hafið haft gagn og gaman af :)
No comments:
Post a Comment