Mig langaði í dag að setja inn svona létta færslu um þessa yndislegu bolla :)
Í fyrsta sinn sem einhver af múmínálfunum sást á leirtaui frá Arabia var árið 1950 en þeir fóru ekki að framleiða sérstaka línu tileinkaða þeim fyrr en árið 1990 og eru enn að.
Ég er ástfangin af þessum bollum upp fyrir haus og safna þeim og fyrir mér að fá múmínbolla er eins og að fá gull! tölum nú ekki um ef það eru bollar sem eru hættir í framleiðslu. Ég á orðið 9 stykki og mig langaði rosalega að deila þessari fegurð með ykkur.
Ég á einn svona sem ég fékk með jólapakkanum frá yngri systkinum mínum :)
Þetta er einn af þeim sem mig dreimir um að eignast sem er ekki en þá í framleiðslu :/
Þetta var sá bolli sem betri helmingnum fannst endilega þurfa að vera í safninu fyrst að ég byrjaði á þessu :)
Þetta er annar bolli sem ég er svo skotin í en það er hætt að framleiða hann :(
og svo síðast en ekki síst, þá er það jólabollinn frá 2012 ég á tvo og fékk annan frá föður ömmu/afa mínum með í jólapakkanum :D
Vona að þið hafið notið að lesa en þetta var voða stutt að þessu sinni, ég er bara á fullu í námi og svo mikið að gera að ég hef því miður minni tíma núna til að hugsa um þetta.
No comments:
Post a Comment