Ég og kærastinn fengum fullt af fallegum hlutum í búið og við erum svo þakklát fyrir þetta allt, mig langaði að deila einhverju af þessari fegurð með ykkur :)
Fengum einn svona frá föðurömmu betri helmingsins, finnst hann æði og langar að fá mér annan til að tengja þá :)
Við fengum reyndar ekki þennan í jólagöf en fengum tvo eins kökustanda og skiptum öðrum í Georg Jensen jólaóróa 2012 ársins.
Fengum þessa æðislegu Joseph Joseph eldhúsvog frá tengdó :)
Fengum svona æðislegan kökudisk frá annarri föðursystur minni sem er líka að hanna þá með manninum sínum, það sést ekki nægilega vel á þessari mynd en það eru málshættir á disknum :)
Fengum Arabia múmínbolla frá föðurömmu/afa settinu mínu, þetta er 2012 jólabollinn frá Arabia ;) Kom sér vel þar sem að við erum að safna þessum bollum.
Fengum tvo svona Babell kökustanda og skiptum öðrum, við fengum einn frá systrum betri helmingsins og hinn frá föðurömmu/afa settinu mínu :)
Nýttum einnig gjafabréf sem við fengum og notuðum upp í óróan og bættum þessum hníf við, hann er frá Scanpan. Mér finnst þessir hnifar frábærir því þeir eru als ekki dýrir miðað við margt annað :)
Svo fengum við tvö Holmegaard 2012 jólaglös frá móðurömmu/afa settinu mínu :)
Síðast en ekki síst fengum við svona krumma frá Ólu systir, fengum hann reyndar í öðrum lit en ég hef ekki komist í að skipta honum í þann rétta ;)
Ég get ekki þakkað öllum nægilega fyrir allar þessu frábæru og fallegu gjafir sem við fengum!
Takk fyrir okkur.