December 30, 2012

Meira/Minna?


Ég er engin sérfræðingur í góðum kaupum og oft má segja að ég sé ekki sú ódýrasta í rekstri, það er samt oft sem að það er betra að eyða meiru í ákveðna hluti einu sinni en að vera alltaf að kaupa nýtt. Svo er algjörlega hlutir sem maður á alls ekki að eyða stórfé í að mínu mati! Mig langaði aðeins að setja það í þessa grein hvað skal eyða meiru í og hvað ekki (að mínu mati).

Pottar/Pönnur - Meira
Pottar eru einhvað sem við þurfum ölla að eiga þegar við flytjum að heima, það er einhvað sem við notum frá því að við byrjum að búa og þangað til við hættum að elda sjálf. Rétt upp hend sem hefur þurft að kaupa potta oftar en einnu sinni, ef mér skjátlast ekki þá hafa flestir þurft að gera það. Sem þýðir það að 5000 króna potturinn sem þú keyptir fyrst fékk að fjúka fyrir einhvern á svipuðu verði eða ögn dýrari..? 
Sú leið sem ég valdi mér þegar ég keypti potta var að kaupa Le Creuset potta, já þeir eru dýrir en það er lífstíðar ábyrgð á þeim frá fyrirtækinu, sem þýðir að ef pottur eyðilegst á meðan ég lifi get ég skipt honum hvar sem er í heiminum! sem er nokkuð gott og ég veit að ef eg hefði ekki gert þetta væri ég komin upp í verðið á þeim þegar að ég er búin að skipta þeim út 3 sinnum. Svo þarna finnst mér þess virði að eyða smá :) (Tefal pottar og pönnur eru líka æði)

Húsgögn - Minna
Stefnur og straumar í húsgögnum eru endalausar, tískan breytist og nánast aldrei hægt að vita hvað kemur næst. Mér finnst húsgögn með sögu æði og það er alltaf hægt að taka gamla skápin hennar ömmu og skella á hann málningu eða fara inná barnaland og finna einhvað sem einhver vill henda en þú getur nýtt. Fyrir manneskju sem finnst gaman að breyta til er það vitleysa að eyða stórfé í húsgögn og jafnvel fyrir þá fastheldnu því hver veit nema að þú fáir leið á bleika stólnum sem þú keyftir á morðfjár sem þú gast þess vegna keypt á slikk eða fundið á haugunum og lappað uppá fyrir slikk og það verður nánast alveg eins (mér finndist ekki eins sárt að sjá á eftir seinni kostinum).

Leirtau - Minna
Hver kannast ekki við það þegar að glös/diskar/skálar brotna, betra IKEA leirtauið sem er alveg jafn gott að borða af heldur en Royal Albert stellið....

Ákvað að setja inn eina mynd af þessu yndislega Le Creuset pottasetti :)


Fyndist gaman að heyra hvað ykkur finnst um þetta ;)






No comments:

Post a Comment