November 10, 2013

Topp 20 jólagjafalisti

Ég var beðinn um það að setja inn topp 20 af því sem mig langar í, í jólagjöf og auðvitað geri ég það. Mig langar samt að segja ykkur það að ég mun ekki blogga mikið í nóvember, ég veit að ég sagði að nóvember yrði mánuður framkvæmda en því miður er einn hundurinn okkar búinn að vera í mikið af ransóknum vegna gruns um eitla krabbamein og ef það er raunin að þá þurfum við því miður að svæfa hana og því er ég ekki búin að vera mikið í skapi til þess að blogga.

Mig langar svakalega í þennan fallega múmínjólabolla fyrir þetta ára :), ég væri meira að segja til í tvo svona en einn stakur kostar 3.800 kr.- í Búsáhöld.
Mig langar líka í einn svona múmínbolla sem kom út fyrir ekki svo löngu síðan en hann kostar líka 3.800 kr.- í Búsáhöldum.
Mig langar rosalega í þetta Tom Dixon ljós en því miður veit ég ekki hvað það kostar  og hvar það fæst, ég gæti þó kannski komist að því með nokkrum klikkum.
Stelton hitakanna í þessum fallega bronslit væri draumur inná mitt heimili en hún kostar  18.480 kr.- í líf og list.
Mér finnst þessi fallega Emileraða múmínkrús rosalega falleg og hún fékk meira að segja í seinasta mánuði sína eigin færslu hjá mér.
Mig langar alveg gasalega í tvö svona Georg Jensen jólaglös fyrir þetta ár  en stikkið kostar 3.280 kr.- í líf og list.
Nobuko er æðislega sæt dúkka sem ég myndi endilega vilja eignast en hún fæst í Kimiko og kostar  3.990 kr.-
Ég er alveg sjúk í Mariskálarnar og mig langar alveg rosalega í þessa fallegu rauðu skál en hún kostar 11.850 kr.- í líf og list en ég veit að hún fæst í fleiri búðum en held að hún kosti það sama allstaðar.
Mig langar líka í þennan yndislega múmínálfa kökudisk sem kostar  10.850 kr.- í líf og list og sama með hann, hann fæst líka á fleiri stöðum en er ekki viss með verðin þar.
Ég er sjúk í Scanpan hnífana en ég á einn nú þegar og væri alveg til í að eignast kokkahnífinn í rauðu en hann kostar 4.980 kr.- einnig í líf og list.
Ég er alveg sjúk í múmínálfana ef þið hafið ekki tekið eftir því að mig langar alveg gasalega í þessi æðislegu skæri sem kosta 4.350 kr.- og auðvitað í líf og list en fást í fleiri búðum líka.
Mig langar alveg svakalega í þessi Erik Bagger rauðvínsglös  en því miður veit ég ekki enþá hvar þau fást eða hvað þau kosta en ég veit að þau fengust í Epal og Líf og List.
Það er sama með þessi fallegu Erik Bagger freyðivínsglös en já mér finnst þau yndislega falleg.
Ég er líka forfallinn spilasafanari og mig langar að eignast Partý Alias en það kostar 3.999 kr.- á tilboði núna í Hagkaup.
Mig langar líka rosalega að eignast Trivial Pursuit því að það er uppáhalds spilið okkar beggja á heimilinu og hefur því nokkru sinnum verið haldið framm að við lesum yfir það saman á kvöldin (sem er bara ekki satt!).
Mig langar líka að eignast þennan fallga jólaóróa frá Georg Jensen en hann kostar 7.890 kr.- og fæst á því verði í að ég held flest öllum verslunum sem að selja hann.
Þessi Viskastykki frá By nord hafa lengi verið á óskalistanum mínum en þau fást í Epal en ég er ekki alveg viss hvað þau kosta.
Þetta sængurver frá By Nord er líka á óskalistanum og einnig þetta fyrir neðan, þau fást að ég held bæði í Epal og það sama á við um þessi sængurver og viskastykkin ég hef ekki hugmynd um hvað þau kosta.
Þessi yndislegi púði fæst í My Concept Store og kostar 8.900 kr.- og er án efa einhvað sem mig hefur lengi langað í.
Vonandi nutuð þið að lesa þetta ég ætla að taka mér smá frí frá því að blogga til að njóta seinustu dagana með hundinum mínum, takk, takk.

November 3, 2013

Dúllerí helgarinnar

Ég reyni oft að nota helgarnar í það að þrífa heimilið vel og vandlega, flokka það sem þarf að flokka og sinna svona hinum ýmsu verkum sem að eru tímafrek. Ég eyddi helginni minni í það að flokka föndurdótið mitt og taka það loksins með mér heim frá ömmu og afa, síðan fór ég í það að reyna að klára þessa sautján jólamiða sem verða að sjálfsögðu að vera tilbúnir fyrir jólin og er ég komin langleiðina með það.
Síðan var heimilið allt tekið og gluggar þvegnir, þurkað af öllu, baðherbergið skrúbbað og gengið frá dóti sem þurfti nauðsynlega að fara niður í geymslu.
Hér eru svo myndir af föndur flokkuninni minni.







Vonandi fannst ykkur gaman að sjá smá  af því hvernig ég reyni að skipuleggja föndurdótið mitt.

November 1, 2013

Lisbeth Dahl á íslandi

Nú fyrir skemstu kom danska verslunin Lisbeth Dahl hingað á klakann og eins og sönnum fagurkera sæmir er ég búin að vera að "stalka" facebook- og heima-síðuna þeirra og að sjálfsögðu hef ég fundið eitthvað sem mér finnst fallegt og langar að eignast frá þeim. Njótið..

Þessi mynd fær að fylgja því það var jú hrekkjavaka í nótt :) og þetta er ofboðslega smart!
Þessar snyrtibuddur finnst mér æði, þeim langar svolítið mikið að ég eignist þær. Fann þær að vísu ekki í Íslensku vefversluninni :/ 
Þessi finnst mér svaka sjarmör, ég er venjulega ekki mikið fyrir svona lítil box en það er eitthvað við þetta box sem heillar mig. Nákvæmlega þessi er ekki heldur til á íslensku vefsíðunni þeirra en það eru til tvö önnur svipuð box sem eru svaka sæt og kosta 5.850 kr.-
Finnst þessir voða smart.
Bowie bollinn þeirra heillaði mig alveg upp úr skónum og hann kostar 7.990 kr.- og eins og ég skil það eru tveir bollar og tvær undirskálar í pakkningunni :)
Bowie kaffidiskurinn finnst mér líka sætur og kostar hann 2.990 kr.-, mögulega er það bara ég en mér finnst matardiskurinn aðeins fg langt gengið í krúttleg heitunum, hvað finnst þér?
Síðan fann ég þessa fallegu mynd af sápupumpu og glasi  til að hafa inni á baði.
Gleðilega hrekkjavöku til ykkar sem haldið hana hátíðlega eða bara finnst hún spennandi og njótið helgarinnar :)