November 3, 2013

Dúllerí helgarinnar

Ég reyni oft að nota helgarnar í það að þrífa heimilið vel og vandlega, flokka það sem þarf að flokka og sinna svona hinum ýmsu verkum sem að eru tímafrek. Ég eyddi helginni minni í það að flokka föndurdótið mitt og taka það loksins með mér heim frá ömmu og afa, síðan fór ég í það að reyna að klára þessa sautján jólamiða sem verða að sjálfsögðu að vera tilbúnir fyrir jólin og er ég komin langleiðina með það.
Síðan var heimilið allt tekið og gluggar þvegnir, þurkað af öllu, baðherbergið skrúbbað og gengið frá dóti sem þurfti nauðsynlega að fara niður í geymslu.
Hér eru svo myndir af föndur flokkuninni minni.







Vonandi fannst ykkur gaman að sjá smá  af því hvernig ég reyni að skipuleggja föndurdótið mitt.

No comments:

Post a Comment