November 1, 2013

Lisbeth Dahl á íslandi

Nú fyrir skemstu kom danska verslunin Lisbeth Dahl hingað á klakann og eins og sönnum fagurkera sæmir er ég búin að vera að "stalka" facebook- og heima-síðuna þeirra og að sjálfsögðu hef ég fundið eitthvað sem mér finnst fallegt og langar að eignast frá þeim. Njótið..

Þessi mynd fær að fylgja því það var jú hrekkjavaka í nótt :) og þetta er ofboðslega smart!
Þessar snyrtibuddur finnst mér æði, þeim langar svolítið mikið að ég eignist þær. Fann þær að vísu ekki í Íslensku vefversluninni :/ 
Þessi finnst mér svaka sjarmör, ég er venjulega ekki mikið fyrir svona lítil box en það er eitthvað við þetta box sem heillar mig. Nákvæmlega þessi er ekki heldur til á íslensku vefsíðunni þeirra en það eru til tvö önnur svipuð box sem eru svaka sæt og kosta 5.850 kr.-
Finnst þessir voða smart.
Bowie bollinn þeirra heillaði mig alveg upp úr skónum og hann kostar 7.990 kr.- og eins og ég skil það eru tveir bollar og tvær undirskálar í pakkningunni :)
Bowie kaffidiskurinn finnst mér líka sætur og kostar hann 2.990 kr.-, mögulega er það bara ég en mér finnst matardiskurinn aðeins fg langt gengið í krúttleg heitunum, hvað finnst þér?
Síðan fann ég þessa fallegu mynd af sápupumpu og glasi  til að hafa inni á baði.
Gleðilega hrekkjavöku til ykkar sem haldið hana hátíðlega eða bara finnst hún spennandi og njótið helgarinnar :)

No comments:

Post a Comment