May 28, 2014

Smá innlit..

Það er búið að vera voða mikið að gera hjá mér seinustu daga og ég hef ekki haft mikið fyrir ykkur en mig langar voðalega að leyfa ykkur að fá smá innlit og sjá hvað ég er búin að vera að bralla..

Langaði bara að byrja á því að deila þessari fegurð með ykkur en þetta er það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna á morgnana.
Við fengum filmu í eldhúsgluggann hjá okkur, við keyftum hana hjá Topp Útlit og fengum æðislega þjónustu en ég sá sjálf um útlitið á henni og teiknaði sjálf öll áhöldin og sendi síðan á þá hjá Topp Útlit.
Hér er aðeins betri mynd af textanum í litla glugganum og skápurinn sem við erum búin að vera mála og þið fáið að sjá betri póst um seinna.

Síðan erum við búin að vera að setja upp myndir og auðvitað var það gert eftir nákvæmum formúlum og afi kom og hjálpaði okkur með það.
Vona að þið hafi haft gaman af svona smá innliti.

May 19, 2014

Óþarfa nauðsynjar fyrir sumarið

Ooh elsku, elsku íslenska sumarið er komið með öllum sínum fallegu litum, útilegum, grillum, björtum nóttum og ég veit ekki hvað og hvað.
Í tilefni þess langar mig að segja ykkur hvað eru mínar óþarfa nauðsynjar fyrir sumarið.

Mér finnst alltaf jafn gaman að eignast nýjan kjól en fyrir sumarið er algjör óþarfa nauðsinn að eignast fallegan sumar kjól, ég er nú þegar búin að kaupa mér einn til að vera í á afmælinu mínu.

Allir kjólarnir eru úr Zöru, númer 1. Kostar  11.995 kr. númer 2. Kostar 7.995 kr. númer 3. Kostar 11.995 kr. númer 4. Kostar 8.995 kr. (númer fjögur er að vísu ekki kjóll heldur samfestingur). Ef ykkur langar að giska hvern ég keypti fyrir afmælið mitt megið þið endilega skrifa númerið hér fyrir neðan.

Það þurfa allir sólgleraugu fyrir sumarið, fyrir mig er þetta bráð nauðsynlegt því ég er með mjög viðkvæm augu og verða að henda sólgleraugunum á um leið og sú gula sýnir sig ötlítið.

1. Dior Mohotani 58mm, fást hjá nordstrom.com. 2. Tory Burch Panama, toryburch.com. 3. Ray-Ban 59mm Polarized Aviator, nordstrome.com. 4. Wildfox Couture Bel Air, wildfoxcouture.com.

Myndavél, ég get ekki sagt það nægilega oft hvað mér finnst mikilvægt að taka myndir af öllum og öllu, hvenær sem er og hvernig sem er og það verður alltaf léttara fyrir okkur þar sem flestir hafa myndavél í símunum en það er gaman að eiga myndavél líka og mig langar rosalega í þessa hérna

Fujifilm instax mini 8 Instant Film Camera fæst á bestbuy.com á 69.99 dollara og án efa á mörgum öðrum stöðum en ég er voðalega skotin í þessari gulu og bleiku.

Bikini eða sundbolur eru möst have fyrir sumarið, meira að segja fyrir spéhrædda eins og mig er mikil óþarfa nauðsynn að eiga nokkur bikini.

1. Twiggy Stardust frá Triangl. 2. Billie Firefly frá Triangl. 3. Butterfly retro twist sundbolur frá Wildfox. 4. Zinki Starboard sundbolur. Ég á Bæði númer eitt og tvö og það eru bikini sem ég mæli óhikað með

Og auðvitað væri ég ekki ég nema að segja ykkur að það er mjög svo þurft að láta heimilið fá smá sumaruppliftingu með fallegum litum hér og þar!

1. Scintilla er æðisleg íslensk hönnun sem myndi poppa uppá hvaða heimili sem er með fallegum litum. 2. Allir sem hafa lesið bloggið mitt áður hafa séð hvað ég er yfir mig hrifin af múmín bollunum en hér er Tove 100 ára. 3. Grand Cru könnurnar frá Rosendahl koma í 9 litum svo það ætti að vera einhvað við allra hæfi og ég þrái eina svona. 4. Elsku fallegu Mariskálarnar eru sæmilega ódýr leið til að fá fallega liti inná hvaða heimili sem er og þú getur jafnvel gert eins og ég en ég skipti litum eftir því sem mér hentar hér á heimilinu.

Vona að þið hafið haft gagn og gaman af :)