February 6, 2013

Hönnuður: Johnny Egg

Fyrir algjöra tilviljun um daginn rakst ég á þennann meira en lítið spes hönnuð sem heitir Johnny Egg, þó að hann sé með svolítið spes hönnun þá er hún mjög töff og mér fannst ég verða að segja ykkur frá honum :)
Hann er fæddur í London og gerði sitt fyrsta húsgagn aðeins 16 ára gamall þegar að hann var lærlingur hjá skápasmíða meistara. Hann vinnur nú á sinni eigin stofu í Essex og smíðar húsgögn, hann hefur smíðaða húsgögn fyrir skemmtiferðaskip og spilavíti svo eitthvað sé nefnt.
Mér finnst húsgögnin hans æðisleg og mjög svo töff og ég vona að ykkur líki hann líka.





Hér er svo mynd af Johnny Egg :)

Reyndar er engin mynd af uppáhalds húsgagninu mínu frá honum því að ég fann ekki nægilega góðar myndir af því, en það heitir Fab Bar og hann er sko alveg fab :)!
Vona að þið hafið notið og munið að like'a síðuna á facebook mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru að lesa 
 

Barnes and Noble Leatherbound Classics

Mig langar að byrja á því að afsaka blogg-leysið, ég hef bara því miður verið upptekin :)
Í dag langar mig samt að segja ykkur frá svo eigulegum og fallegum bókum sem ég er svo hrifin af að ég er að safna að mér einni og einni en langar í rauninni að kaupa þær allar, þetta eru bækur frá Barnes and Noble og eru kallaðar Leatherbound Classics vegna þess að þær eru allar innbundnar í leður og eru svo eigulegar og fallegar (get ekki sagt það nægilega oft).
 Það eina sem ég sé sem galla fyrir suma er að þær eru á ensku.
Nú ætla ég samt að setja inn myndir af þeim og leyfa myndunum að tala sínu máli.




Takk fyrir lesturinn og ég vona að þið hafið notið og munið að like'a síðuna á Facebook ;)

February 2, 2013

Nokkrir Kokteilar

Jæja, í dag ætla ég að setja inn uppskriftir af kokteilum (bæði áfengum og óáfengum). Vona bara að þið njótið og getið eitthvað nýtt ykkur þetta, ég ætla að byrja á tveimur óáfengum og síðan koma tveir áfengir.

Free Garibaldi
20 ml Brómberja síróp
20 ml Appelsínusafi
20 ml Greipaldinsafi

Eitthvað af ferkum jarðaberjum og hindberjum.
Sírópinu, jarðaberjum og hinberjum er blandað lauslega í blandara og helt í glas, síðan getur þú blandað appelsínusafanum og greipaldinsafanum saman í kokteil hristi með klökum og síðan helt í sama glas ofan á það sem fyrir er í því.

Tropical Lagoon
10 ml Mojito síróp
10 ml Kókos síróp
5 ml Sítrónu síróp/safi
5 ml Curacao síróp
147 ml Vatn

Öllum sírópunum er blandað saman og helt í glas sem búið er að setja klaka í, síðan er vatninu helt hægt yfir og hrært í glasinu með kokteilpinna, þegar þú ert búin getur verið gott að setja 1 sneið af sítrónu út í. (þessi er gott dæmi um nytsemi sírópa).

Godfather
35 ml Scotch
35 ml Amaretto

Þessu tvennu er hrært saman í glasinu sjálfu og borið fram með klökum. Það er oft tala um að þessi sé meira fyrir strákana ;)

Sex on the Beach
20 ml Vodka
20 ml Tequila
20 ml Appelsínusafi
10 ml Jarðaberja síróp

Vodki og Tequila er sett saman í glas með klökum og síðan er appelsínusafanum helt saman við það, síðan fer jarðaberja sírópið útí og öllu er blandað saman með kokteilpinna.

Takk fyrir lesturinn og ég vona að þið hafið notið og endilega like'ið síðuna á facebook :)

February 1, 2013

Heklaðir Borðrenningar

Í dag langaði mig rosalega að segja ykkur frá því hvað er hægt að gera við gamlar heklaðar dúllur og jú ef þú getur heklað getur þú auðvitað gert þetta líka. Ég var eins og svo oft áður að vafra um á netinu og í þetta skipti var ég að leita mér að fallegum borðrenningum þegar ég rakst á þetta og nú ætla ég að setja inn myndir fyrir ykkur:

þetta er svona einfalt að gera.
1. Þú tekur stærstu dúllurnar og setur neðst og raðar þeim svo saman koll af kolli, gott er að setja títuprjóna hér og þar til að halda dúllunum á sínum stað.
2. Þú saumar þetta saman í höndunum eða þú getur sumað sitthvoru megin á renningin í saumavél, ef að þú ferð yfir allar dúllurnar (mér finnst persónulega fallegra að gera þetta í höndunum).
3. Þú ert búinn og átt rosa sætan borðrenning.

Finnst þetta svo sætt og líka góð leið til að nýta eitthvað sem er kannski þegar til en þú notar aldrei :)

Vona að þið hafið notið þó að þetta væri stutt í dag og munið auðvitað að like'a síðuna á facebook ;)