Fyrir algjöra tilviljun um daginn rakst ég á þennann meira en lítið spes hönnuð sem heitir Johnny Egg, þó að hann sé með svolítið spes hönnun þá er hún mjög töff og mér fannst ég verða að segja ykkur frá honum :)
Hann er fæddur í London og gerði sitt fyrsta húsgagn aðeins 16 ára gamall þegar að hann var lærlingur hjá skápasmíða meistara. Hann vinnur nú á sinni eigin stofu í Essex og smíðar húsgögn, hann hefur smíðaða húsgögn fyrir skemmtiferðaskip og spilavíti svo eitthvað sé nefnt.
Mér finnst húsgögnin hans æðisleg og mjög svo töff og ég vona að ykkur líki hann líka.
Hér er svo mynd af Johnny Egg :)
Reyndar er engin mynd af uppáhalds húsgagninu mínu frá honum því að ég fann ekki nægilega góðar myndir af því, en það heitir Fab Bar og hann er sko alveg fab :)!
Vona að þið hafið notið og munið að like'a síðuna á facebook mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru að lesa