February 1, 2013

Heklaðir Borðrenningar

Í dag langaði mig rosalega að segja ykkur frá því hvað er hægt að gera við gamlar heklaðar dúllur og jú ef þú getur heklað getur þú auðvitað gert þetta líka. Ég var eins og svo oft áður að vafra um á netinu og í þetta skipti var ég að leita mér að fallegum borðrenningum þegar ég rakst á þetta og nú ætla ég að setja inn myndir fyrir ykkur:

þetta er svona einfalt að gera.
1. Þú tekur stærstu dúllurnar og setur neðst og raðar þeim svo saman koll af kolli, gott er að setja títuprjóna hér og þar til að halda dúllunum á sínum stað.
2. Þú saumar þetta saman í höndunum eða þú getur sumað sitthvoru megin á renningin í saumavél, ef að þú ferð yfir allar dúllurnar (mér finnst persónulega fallegra að gera þetta í höndunum).
3. Þú ert búinn og átt rosa sætan borðrenning.

Finnst þetta svo sætt og líka góð leið til að nýta eitthvað sem er kannski þegar til en þú notar aldrei :)

Vona að þið hafið notið þó að þetta væri stutt í dag og munið auðvitað að like'a síðuna á facebook ;)



No comments:

Post a Comment