February 2, 2013

Nokkrir Kokteilar

Jæja, í dag ætla ég að setja inn uppskriftir af kokteilum (bæði áfengum og óáfengum). Vona bara að þið njótið og getið eitthvað nýtt ykkur þetta, ég ætla að byrja á tveimur óáfengum og síðan koma tveir áfengir.

Free Garibaldi
20 ml Brómberja síróp
20 ml Appelsínusafi
20 ml Greipaldinsafi

Eitthvað af ferkum jarðaberjum og hindberjum.
Sírópinu, jarðaberjum og hinberjum er blandað lauslega í blandara og helt í glas, síðan getur þú blandað appelsínusafanum og greipaldinsafanum saman í kokteil hristi með klökum og síðan helt í sama glas ofan á það sem fyrir er í því.

Tropical Lagoon
10 ml Mojito síróp
10 ml Kókos síróp
5 ml Sítrónu síróp/safi
5 ml Curacao síróp
147 ml Vatn

Öllum sírópunum er blandað saman og helt í glas sem búið er að setja klaka í, síðan er vatninu helt hægt yfir og hrært í glasinu með kokteilpinna, þegar þú ert búin getur verið gott að setja 1 sneið af sítrónu út í. (þessi er gott dæmi um nytsemi sírópa).

Godfather
35 ml Scotch
35 ml Amaretto

Þessu tvennu er hrært saman í glasinu sjálfu og borið fram með klökum. Það er oft tala um að þessi sé meira fyrir strákana ;)

Sex on the Beach
20 ml Vodka
20 ml Tequila
20 ml Appelsínusafi
10 ml Jarðaberja síróp

Vodki og Tequila er sett saman í glas með klökum og síðan er appelsínusafanum helt saman við það, síðan fer jarðaberja sírópið útí og öllu er blandað saman með kokteilpinna.

Takk fyrir lesturinn og ég vona að þið hafið notið og endilega like'ið síðuna á facebook :)

No comments:

Post a Comment