November 9, 2014

JÓL, JUL, CHRISTMAS: Óskalisti

Jæja nú jæja þá er komið að jólum enn og aftur en ég hef ákveðið að þó ég sé ekki að blogga lengur að þá ætla ég samt að henda hér inn fyrir þá nánustu hvað ég myndi segja að væri efst á óskalista fyrir jólin... eða bara ef einhverjum vantar hugmyndir eða langar bara að skoða einhverja fallega hluti.
Það gæti alltaf verið að ég bæti einhverju smá við þennan lista og að verð bætist við seinna meir.

Mig langar voða mikið í Georg Jensen 2014 jólaóróan. Fæst á 7.780 kr. í Líf og List.

Mig langar roslega mikið í þennan fallega Royal Copenhagen blómavasa sem að ég veit að fæst í Kúnígúnd.

Finnst þessir kertastjakar frá Kahler algjör æði og er búin að langa í þá í um það bil tvö ár núna og þeir fást meðal annars í Líf og List og kosta frá 2.580 kr. - 3.890 kr.

Já ég hef einnig ákveðið að fara að safna mér Royal Copenhagen Mega stellinu og því eru hlutir úr því mjög velkomnir á mitt heimili. 

Mig langar ákaflega í nýja fallega Babell bronz lita diskinn frá Koziol sem kostar 5.950 kr. í Dúka (stærri gerðin).

Auðvitað langar mig í 2014 Holmegaard glasið í safnið en það kostar 3.280 kr. í Líf og List.

Mig langar alveg rosalega í Royal Copenhagen 24 cm ílangadiskinn sem fæst í Kúnígúnd.

Langar alveg rosalega í appelsínugula Kastehelmi kertastjkan frá Iittala sem að kostar 6.650 kr. í Líf og List. 

Þessi yndislegi kertastjaki frá Kahler væri alveg frábær í safnið mitt og kostar hann 10.380 kr. í Líf og List.

Rebecca Minkoff Mini MAC Crossbody, í Burgundy væri boðin innilega velkomin í minn fataskáp! en hún kostar 195 dollara. 

Iittala trébrettið væri vel metið í safnið en það minn kostar 8.650 kr. og það stærra kostar 14.650 kr. í Líf og List.

Auðvitað langar mig ákaflega í Georg Jensen óróan frá 2013 þar sem að ég náði ekki að eignast hann í fyrra.

Mig er lúmskt búið að langa í þennan yndislega múmín kökudisk í mjög langan tíma en hann kostar 10.850 kr. í Líf og List.

Langar rosalega í svona litla skál frá royal copenhagen en hún fæst einnig í Kúnígúnd.

Og síðast en ekki síst þá langar mig alveg rosalega í múmínjólabollan fyrir þetta árið og hann kostar mjög líklega 3.580 kr. og mun fást á þó nokkuð mörgum stöðum.


June 22, 2014

Sykur vax er snilld !

Mig langaði endilega að deila einni snilld með ykkur sem ég komst í kynni við fyrir nokkru síðan en það er sykur vax, en sykur vax er algjörlega náttúrulegt vax sem þú getur búið til heima hjá þér á undir 10 mínútum og notað svo til að vaxa hvaða líkamshár sem er.. meira að segja þetta viðkvæma svæði þarna niðri (því jú þetta er allt bara náttúruleg efni sem geta ekki skaðað þið vitið hvað..)


Til að gera sykur vax þarft þú:

1/4 bolla Vatn
1/4 bolla ný kreistan sítrónu safa
1 bolla sykur

Lætur í pott á hæðsta hita og bíður þar til suðan kemur upp og lætur bubbla í 5 mín eða þar til liturinn er orðin eins og á myndinni hér að ofan og þá setur þú nýa fína sykur vaxið þitt í krukku og notað að vild.. Mér finnst best að geyma í ísskápnum yfir nótt og nota það mjúkt og dreifa því með höndunum (set vídeo af því hvernig mér finnst best að nota þetta hér neðar) en svo er líka hægt að nota þetta bara eins og venjulegt vax og það er það sem ég geri með augabrúnirnar á mér :)
Langaði líka að minnast á eitt og það er að aldrei reyna að vesenast við það að þrífa vax í burt af neinu nema bara með hreinni ólífuolíu eða annari olíu sem er örugg fyrir húðina.





Vona að þið hafið haft gagn og gaman af og að einhver geti mögulega nýtt sér þetta, eins og ég segi er þetta hrein snilld sem mér finnst að allir sem raka sig eða vaxa sig þurfa að prufa.

June 21, 2014

Múmínbolla ást !

Jæja nú jæja ég mjög oft beðin um að sýna ykkur bæði Iittala safnið mitt og Múmínbolla safnið mitt og það er það sem ég ætla að gera í dag, ég á orðið töluvert af bollum og vona að þið njótið nú bara þó það verða kannski rosalega mikið af myndum :)...

Hérna er allt safnið mitt af Múmín bollum saman komið og svona geymi ég það alltaf :)
Hér er smá mynd af því hvernig mér finnst best að nota bollana fyrir sjálfa mig en það er til að fá mér Clipper te með berjabragði og smá Ástaraldinsírópi.
Þetta eru Múmín mamma og Múmín pabbi bollarnir en þessir efri eru mjög nýlega komnir í búðir hér á landi en þessir neðri eru ný hættir í framleiðslu en fást mögulega á ebay :) 
Þessir bollar er allir enn í framleiðslu og til hér á landi en þetta eru Mímla, Snabbi, Snúður og Mía.
Þetta eru bollarnir með Múmínsnáða  og Snorklarastelpunni en þessir bollar eru allir enn í framleiðslu nema þessi guli með Snorklarastelpunni og ég hugsa að hann fáist ekki lengur hér á landi en þá er alltaf hægt að snú sér að ebay :)!
Þetta eru "Adventure Move" og "Tove 100 ára" en þetta eru bollar sem fást báðir að ég held enn hér á landi en Tove bollinn var framleiddur í takmörkuu upplagi og sjöunda hvert eintak var framleitt með gleraugum ofaní, fyrir þá sem ekki vita var Tove höfundur Múmínálfana.
Þetta eru jólabollarnir frá árinu 2012 og 2013 og ég á tvo af hvorum og mig hlakkar mjög til að sjá þann sem kemur út í ár :)
Þetta er Stinky en hann er eini bollinn sem betri helmingurinn vildi að kæmi inná heimilið og þessi bolli var líka annar af tveimur fyrstu bollunum mínum.
Þessi er svolítið öðruvísi en hinir en þetta er ekki þessi klassíski Múmínbolli en þessi er emeleraður og er eini svona bollinn minn og hann er frá Muurla en ekki Arabia eins og hinir :)
Síðan má til gamans geta að ég á svona voða falleg Múmín eldhússkæri, Múmin könnu í "Adventure Move" og þennan yndislega Múmín bakka.

Fer nú líka mögulega að setja inn Iittala safnið mitt fyrir ykkur sem hafið áhuga en það verður laaaangur póstur en vonandi nutuð þið í bili og við heyrumst seinna :)
(Ég vil líka nota tækifærið og þakka öllum sem hafa gefið mér Múmín að gjöf og segja að ég átta mig á að ég er mjög lánsöm að geta átt svona stórt safn af einhverju svona fallegu)

May 28, 2014

Smá innlit..

Það er búið að vera voða mikið að gera hjá mér seinustu daga og ég hef ekki haft mikið fyrir ykkur en mig langar voðalega að leyfa ykkur að fá smá innlit og sjá hvað ég er búin að vera að bralla..

Langaði bara að byrja á því að deila þessari fegurð með ykkur en þetta er það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna á morgnana.
Við fengum filmu í eldhúsgluggann hjá okkur, við keyftum hana hjá Topp Útlit og fengum æðislega þjónustu en ég sá sjálf um útlitið á henni og teiknaði sjálf öll áhöldin og sendi síðan á þá hjá Topp Útlit.
Hér er aðeins betri mynd af textanum í litla glugganum og skápurinn sem við erum búin að vera mála og þið fáið að sjá betri póst um seinna.

Síðan erum við búin að vera að setja upp myndir og auðvitað var það gert eftir nákvæmum formúlum og afi kom og hjálpaði okkur með það.
Vona að þið hafi haft gaman af svona smá innliti.

May 19, 2014

Óþarfa nauðsynjar fyrir sumarið

Ooh elsku, elsku íslenska sumarið er komið með öllum sínum fallegu litum, útilegum, grillum, björtum nóttum og ég veit ekki hvað og hvað.
Í tilefni þess langar mig að segja ykkur hvað eru mínar óþarfa nauðsynjar fyrir sumarið.

Mér finnst alltaf jafn gaman að eignast nýjan kjól en fyrir sumarið er algjör óþarfa nauðsinn að eignast fallegan sumar kjól, ég er nú þegar búin að kaupa mér einn til að vera í á afmælinu mínu.

Allir kjólarnir eru úr Zöru, númer 1. Kostar  11.995 kr. númer 2. Kostar 7.995 kr. númer 3. Kostar 11.995 kr. númer 4. Kostar 8.995 kr. (númer fjögur er að vísu ekki kjóll heldur samfestingur). Ef ykkur langar að giska hvern ég keypti fyrir afmælið mitt megið þið endilega skrifa númerið hér fyrir neðan.

Það þurfa allir sólgleraugu fyrir sumarið, fyrir mig er þetta bráð nauðsynlegt því ég er með mjög viðkvæm augu og verða að henda sólgleraugunum á um leið og sú gula sýnir sig ötlítið.

1. Dior Mohotani 58mm, fást hjá nordstrom.com. 2. Tory Burch Panama, toryburch.com. 3. Ray-Ban 59mm Polarized Aviator, nordstrome.com. 4. Wildfox Couture Bel Air, wildfoxcouture.com.

Myndavél, ég get ekki sagt það nægilega oft hvað mér finnst mikilvægt að taka myndir af öllum og öllu, hvenær sem er og hvernig sem er og það verður alltaf léttara fyrir okkur þar sem flestir hafa myndavél í símunum en það er gaman að eiga myndavél líka og mig langar rosalega í þessa hérna

Fujifilm instax mini 8 Instant Film Camera fæst á bestbuy.com á 69.99 dollara og án efa á mörgum öðrum stöðum en ég er voðalega skotin í þessari gulu og bleiku.

Bikini eða sundbolur eru möst have fyrir sumarið, meira að segja fyrir spéhrædda eins og mig er mikil óþarfa nauðsynn að eiga nokkur bikini.

1. Twiggy Stardust frá Triangl. 2. Billie Firefly frá Triangl. 3. Butterfly retro twist sundbolur frá Wildfox. 4. Zinki Starboard sundbolur. Ég á Bæði númer eitt og tvö og það eru bikini sem ég mæli óhikað með

Og auðvitað væri ég ekki ég nema að segja ykkur að það er mjög svo þurft að láta heimilið fá smá sumaruppliftingu með fallegum litum hér og þar!

1. Scintilla er æðisleg íslensk hönnun sem myndi poppa uppá hvaða heimili sem er með fallegum litum. 2. Allir sem hafa lesið bloggið mitt áður hafa séð hvað ég er yfir mig hrifin af múmín bollunum en hér er Tove 100 ára. 3. Grand Cru könnurnar frá Rosendahl koma í 9 litum svo það ætti að vera einhvað við allra hæfi og ég þrái eina svona. 4. Elsku fallegu Mariskálarnar eru sæmilega ódýr leið til að fá fallega liti inná hvaða heimili sem er og þú getur jafnvel gert eins og ég en ég skipti litum eftir því sem mér hentar hér á heimilinu.

Vona að þið hafið haft gagn og gaman af :)