September 24, 2013

Rocky Road Kaka

Í dag ætla ég að gefa ykkur uppskrift af því sem kallast Rocky Road Kaka, sem er dásamleg súkkulaði kaka með bræddu súkkulaði, hnetum og sykurpúðum (yummy!).

Hér er mynd af því þegar að ég bakaði þessa köku seinast :)
Rocky Road Kaka
300 gr Suðusúkkulaði
200 gr Smjörlíki
4 egg
2 dl Flórsykur
1 1/2 dl Hveiti
1/2 tsk lyftiduft
Ögn af Salti

300 gr Suðusúkkulaði (til að bræða og setja yfir kökuna)
1 Poki af Litlum Sykurpúðum (ég kaupi stóra og klippi þá niður)
1 Poki af Hnetum af þínu eigin vali (ég nota valhnetur)

Bræðið saman súkkulaði og smjör við lágan hita. Þeytið saman eggjum og flórsykri þar til það er vel blandað og orðið ljóst og létt. Hrærið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og síðan þurrefnunum. Bakið í forhituðum ofni á 180°C í miðjum ofni í 30 mín á undir og yfir hita. Þegar kakan er komin úr ofninum þá takið þið hana úr mótinu og annað hvort haft hana sem köku, muffuins eða rúllið henni í bolta, hvað sem þú gerir þarftu að búa til súkkulaði bráðið núna og þú gerir það með því að; búta niður 300 gr af Suðusúkkulaði og bræða það yfir vatnsbaði. Þegar þú hefur brætt allt súkkulaðið þá setur þú það yfir kökuna/muffinsið (ef að þú kaust að gera bolta að þá þarftu að velta þeim upp úr súkkulaðinu) og síðast en ekki síst stráir þú muldum hnetum að eigin valdi og litlum sykurpúðum yfir.


Þetta eru tvær myndir af svona köku sem að ég stal á netinu, þar sem að ég er að vinna í því að taka betri matarmyndir :)

Vona að þið getið notið og þangað til næst :)

September 22, 2013

Matarsódi er snilld!

Matarsódi eða natrón er efnasamband með formúlunni NaHCO3. Það er hvítt efni með daufu, beisku bragði eins og þvottasódi. Efnið er notað sem lyftiefni í bakstur. Árið 1791 bjó franskur efnafræðingur, Nicolas Leblanc, til matarsóda, en verksmiðjuframleiðsla á honum til notkunar í bakstri hófst í New York árið 1846. Matarsódi er líka hafður til fleiri nota, svo sem við brjóstsviða og sem hreinsiefni.

Matarsódi er algjört töfraefni
Já í þessu bloggi ætla ég að gefa ykkur nokkur frábær húsráð sem tengjast matarsóda.

1. Ef að klósettið hjá ykkur er stíflað er mjög gott að hella svolitu af matarsóda ofan í klósettið og sturta, það er mjög líklegt að þú þurfir ekki að hugsa meira um þessa stíflu því að matarsódi er snilld til að eyða stíflum.

2. Þú getur notað matarsóda til að hvítta í þér tennurnar, það er að vísu ekki holt til lengdar en kannski í einhvern tíma fyrir mikilvægan viðburð?

3. Þú getur notað matarsóda til að ná erfiðum blettum úr fötum og jafnvel sófum/rúmum (þá er ég að tala um sultu, tómatsósu, blóð og guð má vita hvað!)

4. Þú getur notað matarsóda til að þvo á þér hárið, það á víst að vera frábært (ég hef ekki prufað þetta sjálf en skal láta ykkur vita ef ég prufa það).

5. Ef þú finur fyrir flökurleika, brjóstsviða eða ert með bakflæði getur matarsódi mögulega gert trikkið fyrir þig.

6. Þú getur notað hann til að pússa silfur með góðum árangri.

Vona að þið getið notað þessi ráð og auðvitað eru til fullt af öðrum ráðum sem tengjast matarsóda sem ég nefndi ekki en þangað til næst ;)


September 20, 2013

Baby Shower og Bakstur :)

Í gær fór ég í rosalega skemmtilegt baby shower og skellti í tvær kökur og í dag ætla ég að deila uppskriftinni af annari þeirra, ástæðan fyrir því að ég ætla bara að deila annari þeirra er sú að ég bakaði súkkulaði boltana í fyrsta skipti í gær og langar að fullkomna uppskriftina aðeins betur.
Núna ætla ég samt að henda bara inn uppskriftinni af því sem ég kalla Red Velvet kaka.


Red Velvet kaka:
100 gr Smjörlíki
300 gr Sykur
2 Egg
1 tsk. Vanilludropar
250 gr Hveiti
1 tsk. Matarsódi
½ tsk. Salt
2-3 dl Mjólk
1 msk. Hvtívínsedik
6. msk Matarlitur (Rauður)
Ofninn þarf að vera forhitaður á 180°c á undir og yfir hita. Hrærið vel saman sykur og smjör þar til að það er orðið vel blandað, bætið þá eggjunum út í einu í einu. Síðan blandið þið þurrefnunum í skálina og þeim er hært saman þar til þau eru vel blönduð saman við það sem fyrir var í skálinni. Þá næst blandið þið vanilludropum, mjólk, matarlit og síðan hvítvínsedikinu út í. Síðan er degið sett í þau form sem ykkur hentar best, sett í ofn og bakað í 30 mín eða þar til tilbúið.

Þetta eru Súkkulaði Boltarnir sem ég þarf að fullkomna :)
Hér er mynd af öllum kökunum saman í Baby Showerinu, ásamt glæsilega melónuvagninum hennar Guðrúnar.

September 18, 2013

Jólastress í september?

Verða að viðurkenna að ég er orðin rosalega spennt fyrir því að flytja en stressuð á sama tíma, því að ég og mín fullkomnunarárátta eigum stundum dálítið erfitt ef ég á að vera alveg hreinskilin, það er nefninlega þannig að nú eru jólin eftir 98 daga en auðvitað byrjar maður að skreyta dálítið fyrir það og vandamálið mitt er að ég er að fara á límingunum yfir því að finna allt það rétta inní búið og svo læðist sú hugsun að mér að á svipuðum tíma þarf ég að finna allt "fullkomna" jólaskrautið, já ég sagði það ég er týpan sem er farin að hugsa um hvernig á að skreyta fyrir jólin í september.
Það er samt líka mjög gaman að upplifa allar þessar blendnu tilfinningar og ég veit alveg innst inni að þetta verður allt voða fínt og að jólin verða alveg þó að það verði ekki allt fullkomið.
Svo svona í framhaldi af þessu langar mig að segja ykkur að þið megið búast við uppskrift mjög fljótlega hérna inn svo að fylgist með því.
Ég kláraði líka skissu fyrir málverkið sem verður inni í gestaherberginu og ætla að henda henni hér inn, ásamt einni kósý mynd af mér og einum af hundunum okkar sem lísir því mjög hvernig seinustu dagar hafa verið hjá mér.



Þangað til næst :)


September 16, 2013

Letidagar, gestaherbergi, málning og sófasett

Dagurinn í gær og í dag eru búnir að vera algjörir letidagar, ég er búin að vera að teikna eitthvað fyrir gestaherbergið, finna hluti sem kæmu vel út í gestaherberginu og svo vorum við að velja liti fyrir íbúðina. Við fundum líka loksins sófasett sem okkur langar í og þið fáið að sjá myndir af því og  gestaherberginu þegar að það er málað og síðan aftur þegar að það er eitthvað komið þangað inn :)
Þar sem að ég er ekki að fara að skrifa mikið meira ætla ég bara að henda nokkrum myndum inn af innblástrinum fyrir gestaherbergið.



Gestaherbergið verður málað röndótt :)

Þangað til næst


September 14, 2013

Myndir

Síðan við vissum að við værum að fara að flytja hef ég mikið verið að spá í því hvaða myndir ég vil hafa á veggjunum heima hjá mér og hef verið að fara í gegnum ljósmyndir og líka gera skissur fyrir myndum sem mig langar að mála á striga. 
Það sem ég hef aðallega verið að teikna eru myndir sem ég leita að af sérstökum atburðum úr teiknimyndasögum, því að bæði ég og Viktor erum mjög hrifin af teiknimyndasögum, síðan horfi ég á þær myndir og teikna eitthvað svipað því stundum langar mig að breyta einhverjum smáatriðum og líka það að auðvitað endar það ekki eins því að ég er að teikna það en ekki upprunalegur listamaður.
Nú ætla ég samt að hætta að segja ykkur frá og bara sýna ykkur hvað ég er búin að teikna nú þegar sem verður að myndum á striga og svo lauma ég kannski einni mynd af fjölskyldu myndum sem fara upp á vegg líka í nýu íbúðinni.





Vona að ykkur hafi líkað bloggið í dag og að þið eigið góða helgi.
Þangað til næst

September 12, 2013

Garðyrkja á svölunum?

Þar sem að ég hef lengst af búið í raðhúsi með fallegum palli og litlum sætum garði finnst mér ákaflega erfitt að fara frá því, því hef ég ákveðið að reyna að smíða mér "lítið" færanlegt blómabeði til að setja út á svalir og þar sem að afi minn er smiður og nánast alltaf til í að reyna að hjálpa mér með hitt og þetta sem krefst þess að smíða, þá ætti þetta nú ekki að verða stórt vandamál í framkvæmd.
Eina sem ég er í stökustu vandræðum með er að mig langar svo í einhverskonar ávaxtatré eða runna en þau eru víst öll svo stór að ég verð að reyna að finna mér eitthvað annað, einnig ætla ég að sjálfsögðu að vera með eitthvað lítið og sætt í blómabeðinu mínu.
Ég set inn myndir þegar að færanlega blómabeðið mitt verður tilbúið og einnig væri rosa gaman ef þið hafið góðar hugmyndir af runnum/blómum sem ég get plantað í beðið mitt (ekki er það verra ef hægt er að borða af þeim).

Mig langar svona í lokin að setja myndir af fallegum svalagörðum :)
Svo fáið þið að sjálfsögðu að fylgjast með vinnslunni á mínum og þegar að hann er tilbúinn.




Þarf ekki að vera neitt flókið.
það væri líka æði ef þið mynduð setja like við facebook síðuna þar sem að ég veit að það eru mun fleiri að lesa bloggið en eru búnir að setja like en þar til næst :)


September 11, 2013

Flutningar og fleiri spennandi hlutir!

Jæja ég ákvað að fara að blogga aftur þar sem að á seinsustu tveimur mánuðum hefur allt breyst alveg rosalega hjá mér. 
Fyrsta af öllu þá er ég að fara að að flytja út þannig og með því kemur loksins einhver almenninleg regla í lífið þar sem að seinasta eitt og hálfa árið höfum við verið að flakka rosalega mikið á milli Akraness og Mosfellsbæjar, við fundum yndislega íbúð til leigu hérna á Akranesi á eðlilegu verði sem er einhvað annað en er í gangi í Reykjavík (því miður).
Þannig að þegar allt verður komið í stand í nýu íbúðinni þá fáið þið að sjálfsögðu að sjá myndir, en þar til að allt er að verða tilbúið mun ég halda ykkur upplýstum um hvað er keypt og hverju ég kemst að í öllum þeim hugleiðingum.
Einnig ætla ég að vera dugleg að gefa ykkur einhverjar góðar uppskriftir að prufa og fullt meira :)
Þannig að bara eina ferðina enn ef ykkur langar að fylgjast með þá endilega megið þið setja "like" við facebook síðuna mína þið getið gert það hér til hliðar við þessa færslu :)



Þar til næst.