Í dag ætla ég að gefa ykkur uppskrift af því sem kallast Rocky Road Kaka, sem er dásamleg súkkulaði kaka með bræddu súkkulaði, hnetum og sykurpúðum (yummy!).
![]() |
Hér er mynd af því þegar að ég bakaði þessa köku seinast :) |
Rocky Road Kaka
300 gr Suðusúkkulaði
200 gr Smjörlíki
4 egg
2 dl Flórsykur
1 1/2 dl Hveiti
1/2 tsk lyftiduft
Ögn af Salti
300 gr Suðusúkkulaði (til að bræða og setja yfir kökuna)
1 Poki af Litlum Sykurpúðum (ég kaupi stóra og klippi þá niður)
1 Poki af Hnetum af þínu eigin vali (ég nota valhnetur)
Bræðið saman súkkulaði og smjör við lágan hita. Þeytið saman eggjum og flórsykri þar til það er vel blandað og orðið ljóst og létt. Hrærið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og síðan þurrefnunum. Bakið í forhituðum ofni á 180°C í miðjum ofni í 30 mín á undir og yfir hita. Þegar kakan er komin úr ofninum þá takið þið hana úr mótinu og annað hvort haft hana sem köku, muffuins eða rúllið henni í bolta, hvað sem þú gerir þarftu að búa til súkkulaði bráðið núna og þú gerir það með því að; búta niður 300 gr af Suðusúkkulaði og bræða það yfir vatnsbaði. Þegar þú hefur brætt allt súkkulaðið þá setur þú það yfir kökuna/muffinsið (ef að þú kaust að gera bolta að þá þarftu að velta þeim upp úr súkkulaðinu) og síðast en ekki síst stráir þú muldum hnetum að eigin valdi og litlum sykurpúðum yfir.
Þetta eru tvær myndir af svona köku sem að ég stal á netinu, þar sem að ég er að vinna í því að taka betri matarmyndir :)
Vona að þið getið notið og þangað til næst :)