Matarsódi eða natrón er efnasamband með formúlunni NaHCO3. Það er hvítt efni með daufu, beisku bragði eins og þvottasódi. Efnið er notað sem lyftiefni í bakstur. Árið 1791 bjó franskur efnafræðingur, Nicolas Leblanc, til matarsóda, en verksmiðjuframleiðsla á honum til notkunar í bakstri hófst í New York árið 1846. Matarsódi er líka hafður til fleiri nota, svo sem við brjóstsviða og sem hreinsiefni.
![]() |
Matarsódi er algjört töfraefni |
Já í þessu bloggi ætla ég að gefa ykkur nokkur frábær húsráð sem tengjast matarsóda.
1. Ef að klósettið hjá ykkur er stíflað er mjög gott að hella svolitu af matarsóda ofan í klósettið og sturta, það er mjög líklegt að þú þurfir ekki að hugsa meira um þessa stíflu því að matarsódi er snilld til að eyða stíflum.
2. Þú getur notað matarsóda til að hvítta í þér tennurnar, það er að vísu ekki holt til lengdar en kannski í einhvern tíma fyrir mikilvægan viðburð?
3. Þú getur notað matarsóda til að ná erfiðum blettum úr fötum og jafnvel sófum/rúmum (þá er ég að tala um sultu, tómatsósu, blóð og guð má vita hvað!)
4. Þú getur notað matarsóda til að þvo á þér hárið, það á víst að vera frábært (ég hef ekki prufað þetta sjálf en skal láta ykkur vita ef ég prufa það).
5. Ef þú finur fyrir flökurleika, brjóstsviða eða ert með bakflæði getur matarsódi mögulega gert trikkið fyrir þig.
6. Þú getur notað hann til að pússa silfur með góðum árangri.
Vona að þið getið notað þessi ráð og auðvitað eru til fullt af öðrum ráðum sem tengjast matarsóda sem ég nefndi ekki en þangað til næst ;)
No comments:
Post a Comment