Síðan við vissum að við værum að fara að flytja hef ég mikið verið að spá í því hvaða myndir ég vil hafa á veggjunum heima hjá mér og hef verið að fara í gegnum ljósmyndir og líka gera skissur fyrir myndum sem mig langar að mála á striga.
Það sem ég hef aðallega verið að teikna eru myndir sem ég leita að af sérstökum atburðum úr teiknimyndasögum, því að bæði ég og Viktor erum mjög hrifin af teiknimyndasögum, síðan horfi ég á þær myndir og teikna eitthvað svipað því stundum langar mig að breyta einhverjum smáatriðum og líka það að auðvitað endar það ekki eins því að ég er að teikna það en ekki upprunalegur listamaður.
Nú ætla ég samt að hætta að segja ykkur frá og bara sýna ykkur hvað ég er búin að teikna nú þegar sem verður að myndum á striga og svo lauma ég kannski einni mynd af fjölskyldu myndum sem fara upp á vegg líka í nýu íbúðinni.
Vona að ykkur hafi líkað bloggið í dag og að þið eigið góða helgi.
Þangað til næst
No comments:
Post a Comment