September 11, 2013

Flutningar og fleiri spennandi hlutir!

Jæja ég ákvað að fara að blogga aftur þar sem að á seinsustu tveimur mánuðum hefur allt breyst alveg rosalega hjá mér. 
Fyrsta af öllu þá er ég að fara að að flytja út þannig og með því kemur loksins einhver almenninleg regla í lífið þar sem að seinasta eitt og hálfa árið höfum við verið að flakka rosalega mikið á milli Akraness og Mosfellsbæjar, við fundum yndislega íbúð til leigu hérna á Akranesi á eðlilegu verði sem er einhvað annað en er í gangi í Reykjavík (því miður).
Þannig að þegar allt verður komið í stand í nýu íbúðinni þá fáið þið að sjálfsögðu að sjá myndir, en þar til að allt er að verða tilbúið mun ég halda ykkur upplýstum um hvað er keypt og hverju ég kemst að í öllum þeim hugleiðingum.
Einnig ætla ég að vera dugleg að gefa ykkur einhverjar góðar uppskriftir að prufa og fullt meira :)
Þannig að bara eina ferðina enn ef ykkur langar að fylgjast með þá endilega megið þið setja "like" við facebook síðuna mína þið getið gert það hér til hliðar við þessa færslu :)



Þar til næst.


No comments:

Post a Comment