Í gær fór ég í rosalega skemmtilegt baby shower og skellti í tvær kökur og í dag ætla ég að deila uppskriftinni af annari þeirra, ástæðan fyrir því að ég ætla bara að deila annari þeirra er sú að ég bakaði súkkulaði boltana í fyrsta skipti í gær og langar að fullkomna uppskriftina aðeins betur.
Núna ætla ég samt að henda bara inn uppskriftinni af því sem ég kalla Red Velvet kaka.
Red Velvet kaka:
100 gr
Smjörlíki
300 gr
Sykur
2 Egg
1 tsk.
Vanilludropar
250 gr
Hveiti
1 tsk.
Matarsódi
½ tsk.
Salt
2-3 dl
Mjólk
1 msk.
Hvtívínsedik
6. msk
Matarlitur (Rauður)
Ofninn þarf að vera forhitaður á 180°c á undir og yfir hita. Hrærið vel saman sykur og smjör þar til að það er orðið vel blandað, bætið þá eggjunum út í einu í einu. Síðan blandið þið þurrefnunum í skálina og þeim er hært saman þar til þau eru vel blönduð saman við það sem fyrir var í skálinni. Þá næst blandið þið vanilludropum, mjólk, matarlit og síðan hvítvínsedikinu út í. Síðan er degið sett í þau form sem ykkur hentar best, sett í ofn og bakað í 30 mín eða þar til tilbúið.
![]() |
Þetta eru Súkkulaði Boltarnir sem ég þarf að fullkomna :) |
![]() |
Hér er mynd af öllum kökunum saman í Baby Showerinu, ásamt glæsilega melónuvagninum hennar Guðrúnar. |

No comments:
Post a Comment