September 18, 2013

Jólastress í september?

Verða að viðurkenna að ég er orðin rosalega spennt fyrir því að flytja en stressuð á sama tíma, því að ég og mín fullkomnunarárátta eigum stundum dálítið erfitt ef ég á að vera alveg hreinskilin, það er nefninlega þannig að nú eru jólin eftir 98 daga en auðvitað byrjar maður að skreyta dálítið fyrir það og vandamálið mitt er að ég er að fara á límingunum yfir því að finna allt það rétta inní búið og svo læðist sú hugsun að mér að á svipuðum tíma þarf ég að finna allt "fullkomna" jólaskrautið, já ég sagði það ég er týpan sem er farin að hugsa um hvernig á að skreyta fyrir jólin í september.
Það er samt líka mjög gaman að upplifa allar þessar blendnu tilfinningar og ég veit alveg innst inni að þetta verður allt voða fínt og að jólin verða alveg þó að það verði ekki allt fullkomið.
Svo svona í framhaldi af þessu langar mig að segja ykkur að þið megið búast við uppskrift mjög fljótlega hérna inn svo að fylgist með því.
Ég kláraði líka skissu fyrir málverkið sem verður inni í gestaherberginu og ætla að henda henni hér inn, ásamt einni kósý mynd af mér og einum af hundunum okkar sem lísir því mjög hvernig seinustu dagar hafa verið hjá mér.



Þangað til næst :)


No comments:

Post a Comment