September 12, 2013

Garðyrkja á svölunum?

Þar sem að ég hef lengst af búið í raðhúsi með fallegum palli og litlum sætum garði finnst mér ákaflega erfitt að fara frá því, því hef ég ákveðið að reyna að smíða mér "lítið" færanlegt blómabeði til að setja út á svalir og þar sem að afi minn er smiður og nánast alltaf til í að reyna að hjálpa mér með hitt og þetta sem krefst þess að smíða, þá ætti þetta nú ekki að verða stórt vandamál í framkvæmd.
Eina sem ég er í stökustu vandræðum með er að mig langar svo í einhverskonar ávaxtatré eða runna en þau eru víst öll svo stór að ég verð að reyna að finna mér eitthvað annað, einnig ætla ég að sjálfsögðu að vera með eitthvað lítið og sætt í blómabeðinu mínu.
Ég set inn myndir þegar að færanlega blómabeðið mitt verður tilbúið og einnig væri rosa gaman ef þið hafið góðar hugmyndir af runnum/blómum sem ég get plantað í beðið mitt (ekki er það verra ef hægt er að borða af þeim).

Mig langar svona í lokin að setja myndir af fallegum svalagörðum :)
Svo fáið þið að sjálfsögðu að fylgjast með vinnslunni á mínum og þegar að hann er tilbúinn.




Þarf ekki að vera neitt flókið.
það væri líka æði ef þið mynduð setja like við facebook síðuna þar sem að ég veit að það eru mun fleiri að lesa bloggið en eru búnir að setja like en þar til næst :)


No comments:

Post a Comment