October 30, 2013

Mest notuðu snyrtivörur

Í dag langaði mig að blogga um eitthvað annað en heimilið og það sem varð fyrir valinu að blogga um eru uppáhalds og mest notuðu snyrtivörurnar mínar yfir veturinn og ég vona bara að þið njótið.
Mig langar líka að taka það fram að það er því miður ekki hægt að fá allar þessar snyrtivörur ennþá, auðvitað er samt hægt að finna eitthvað sem er líkt. 

Naglalakkið Malice 637 sem var í jólalínu Chanel í fyrra og það er því miður ekki selt lengur.
Varaliturinn Dazzle Caliente frá MAC ég keypti hann í sumar og hann fæst því miður heldur ekki lengur.
Kókoshnetu Body Butterið frá Body Shop er ekki svo dýrt og fæst alltaf hjá þeim og það er æðislegt fyrir þá sem eru með þurra húð yfir veturinn eins og ég.

Kókoshnetu Body Skrúbbið frá Body Shop  er æðislegt í sturtuna til að skrúbba andlitið og líkamann, ég nota þetta líka eftir að ég raka á mér lappirnar og þá nudda ég þessu vel inní húðina til að fá ekki inngróin hár.
Jóla augnskugga pallettan frá Chanel síðan í fyrra, hún fæst því miður ekki lengur en það er alveg 100% hægt að fá svipaða liti t.d. í MAC og Makeup Store.
Oojá ætli við þurfum ekki öll að nota svitalyktaeyðir en þessi er mitt persónulega uppáhald og ég er búin að vera að kaupa hann í mörg ár núna.
Burt's Bees, Beeswax Varasalvi er það besta sem ég veit á veturnar fyrir þuru sprungnu varirnar mínar og það er þessari elsku að þakka að þær haldist fallegar og mjúkar endalaust! sérstaklega á veturnar. Ég keypti minn í Lyf og Heilsu í Kringlunni.
Marc Jacobs Daisy, Eau so fresh er uppáhalds ilmvatnið mitt og ég er búin  að vera rosalega hrifin af því í langan tíma.
Rouge Allure 109 frá Chanel er einn uppáhalds varaliturinn fyrir þennan tíma árs og ég er því miður ekki viss hvort að hann fáist ennþá en ef hann fæst ennþá þá fæst hann í Hagkaupum. Ég veit að hann lítur pínu scary út þegar hann er ekki kominn á en ég lofa hann er rosalega flottur kominn á!

Banana sjampóið frá Body Shop er uppáhalds sjampóið mitt núna og ég nota það allan ársins hring og það gefur hárinu fallegan gljáa, heldur því nærðu og ótrúlegt en satt gerir það hárið alls ekki feitt þó að það gefi svona góða næringu.

Media frá MAC er klárlega eitt af uppáhöldunum mínum fyrir veturinn!
Elsku, elsku Russian Red frá MAC er líka einn af uppáhalds varalitunum mínum  og hann fylgir mér allan ársins hring og mér finnst ég nánast alltaf geta notað hann.
Zoom Fast Black Lash frá MAC er besti maskari sem ég hef nokkurtíman prófað og ég hef verið að nota hann í 3 ár núna og hann klikkar aldrei, maður þarf samt pínu að passa að klessa hann ekki en annars er hann svartasti maskari sem ég hef prufað.
Chanel Mat Lumiére er uppáhalds meikið mitt, ég nota reyndar ekki oft meik en mér finnst þetta frábært og ég hef verið að nota þetta meik í 2 ár og það fæst í Hagkaup.
Russian Navy frá OPI er annað af uppáhalds naglalökkunum mínum fyrir veturinn og það getur bara ekki klikkað að nota það. (Fæst í Hagkaup og Flestum Apótekum)

Ég veit að þetta vara svona svolítið öðruvísi blogg en ég vona að þið hafið þó notið og endilega látið mig vita ef þið viljið sjá meira af eitthverju svona.

October 29, 2013

Jæja nú jæja..

Eins og flestum finnst mér mjög gaman að versla mér eitthvað og um daginn fór ég og keypti mér annan hvítan krumma frá Ingibjörgu Hönnu og stundum þarf maður líka að kaupa eitthvað ekki svona alveg heimilis og ég keypti tvær dvd myndir og varð Sódóma Reykjavík og Tinni fyrir valinu, það gladdi hinn aðilan á heimilinu ákaflega mikið!
Ég er líka búin að vera að fikta eitthvað við það að lagfæra uppskriftir eins og red velvet uppskriftina mína og fleira og fleira. síðan byrjar jólabaksturinn núna í nóvember og það verður bara gaman, leyfi ykkur að fylgjast með því þegar það gerist.
Síðan er ég búin að vera að skoða svo mikið af fallegum stofum og herbergjum og húsum og ég ætla bara að enda þennan bloggpóst á því að setja inn nokkrar myndir af því sem ég er búin að vera að skoða.







October 25, 2013

Nóvember, mánuður framkvæmda?

Nóvember verður mánuður framkvæmda á mínum heimili og ég er orðin rosalega spennt, það eru allavega nokkrar föndurhugmyndir að veltast um í höfðinu á mér sem ég ætla að sýna ykkur og það eru allavega tvö húsgögn sem ég vona að koma í sprautun í næsta mánuði og ég stefni að því að kaupa fallegan skenk sem myndi svo seinna meir vera undir sjónvarpinu.
Ég er líka töluvert að hugsa hvort að ykkur fyndist gaman að sjá þegar ég kaupi mér föt og snyrtivörur? ég er kannski ekkert sú mest spennandi þegar kemur að því en jújú stundum er eitthvað svoleiðist sem laumast með mér heim úr búðunum eða með pöntunum frá elsku USA.
Ég er samt mikið búin að vera að spá í því hvar ég eigi að kaupa jólatré en ég er að leita að eitthverju sem er "forlýst" eða semsagt með seríum innbyggðum það er náttúrulega algjör lúxus en ég meina jólin eru sá tími sem maður á að hafa fallega hluti uppi og tríta heimilið svolítið, eða er það ekki annars?
 Ég ætla samt að enda póstinn á nokkrum hlutum sem ég stefni að því að kaupa fljótlega og smá sem ég keyfti í gær.
Mig langar svo að kaupa mér nokkur svona Schleich dýr til að nota sem punt á heimilinu, þau eru ódýr og sniðug leið til að skreyta heimilið og hægt er að skipta út dýrum milli árstíða.
Þessi refur frá Schleich er til dæmis rosa sætur.
Ég keyfti svona Múmín minnisleik í  gær í Eymundsson fyrir krakkana að leika í þegar að þau koma í heimsókn.


October 24, 2013

Þetta netleysi

Er alveg að fara með mig. Það kemur samt ekki í veg fyrir það að ég finni eitthvað sem mér finnst fallegt og hugmyndir fyrir jólin en í nóvember megið þið alveg 100% búast við eitthverju jólaföndri og nýjum húsgögnum.
Í dag ætla ég nú samt bara að leyfa ykkur að sjá enn meira af hlutum sem mér finnst fallegir og svo fer ég vonandi fljótlega að fara að gera eitthvað af viti.

Aalto vasinn er algjört yndi og mig langar alveg svakalega í hann :)
Uglu myndirnar hennar Heiðdísar finnst mér æði og mig langar rosalega að eignast eins og tvær svona myndir, ég veit líka alveg hverjar mig langar að eignast af þeim ;)
Babúsku kertastjakarnir eftir Finnstdóttur eru alveg svakalega fallegar.

October 19, 2013

Smá jóla..

Ég er eins og ég hef sagt áður ein af þeim sem er jólasjúk og um daginn fór ég að tín köngla til að nýta í jólaskraut og ég er alveg rosalega spennt fyrir því að byrja að föndra eitthvað úr þeim. Vandamálið er bara það að ég er með allt of mikið af hugmyndum til að nota könglana í, það er bara spurning hvort ég fari ekki og tíni fleiri?

Þetta var það sem ég var upphaflega að hugsa um að gera við könglana :)
En mig langar bara svo svakalega að gera svona líka og hugsa að ég byrji á því, er samt viss um að ég muni nú líka setja eitthvað smekklegt með, eða hvað finnst ykkur?

Vonandi nutuð þið að lesa þetta á þessum kósý laugardegi.



October 17, 2013

Louis Vuitton ferðatöskur..

Nýjasti draumurinn minn er að eignast fallegar Louis Vuitton vintage ferðatöskur til að skreyta heimilið með, ég held að þær myndi vera alveg prýðilegar á einum stað inni í stofu hjá mér. Það versta við þennan draum er að þær eru auðvitað töluvert dýrari en ég myndi vilja en þá er bara spurning hvort maður vilji safna sér fyrir þeim eða ekki, en eitt er víst fallegar eru þær!

Vonandi höfðuð þið gaman af því að lesa þetta

October 16, 2013

Moomin Muurla Emileraðir bollar og diskar

í dag langaði mig til að deila þeirri dásemd með ykkur sem að emileruðu bollarnir og diskarnir frá Muurla eru og auðvitað eru það Moomin fólkið sem heillar mig svona rosalega!
Mig langar svo að eignast eitthvað af þessari dásemd, því að þetta er bæði sniðugt með Arabia Moomin bollunum mínum sem ég tími kannski ekki að láta krakkana í fjölskyldunni hafa en ég gæti nú alveg leyft þeim að vera með þessa og þessir bollar og diskar væru annars vegar snilld í útileguna.








Vona að þið hafið notið og ég vil líka minna ykkur á like'a síðuna á facebook, alltaf gaman að sjá hverjir eru að lesa :)