Í dag langaði mig að blogga um eitthvað annað en heimilið og það sem varð fyrir valinu að blogga um eru uppáhalds og mest notuðu snyrtivörurnar mínar yfir veturinn og ég vona bara að þið njótið.
Mig langar líka að taka það fram að það er því miður ekki hægt að fá allar þessar snyrtivörur ennþá, auðvitað er samt hægt að finna eitthvað sem er líkt.
![]() |
Naglalakkið Malice 637 sem var í jólalínu Chanel í fyrra og það er því miður ekki selt lengur. |
![]() |
Varaliturinn Dazzle Caliente frá MAC ég keypti hann í sumar og hann fæst því miður heldur ekki lengur. |
![]() |
Kókoshnetu Body Butterið frá Body Shop er ekki svo dýrt og fæst alltaf hjá þeim og það er æðislegt fyrir þá sem eru með þurra húð yfir veturinn eins og ég. |
![]() |
Jóla augnskugga pallettan frá Chanel síðan í fyrra, hún fæst því miður ekki lengur en það er alveg 100% hægt að fá svipaða liti t.d. í MAC og Makeup Store. |
![]() |
Oojá ætli við þurfum ekki öll að nota svitalyktaeyðir en þessi er mitt persónulega uppáhald og ég er búin að vera að kaupa hann í mörg ár núna. |
![]() |
Marc Jacobs Daisy, Eau so fresh er uppáhalds ilmvatnið mitt og ég er búin að vera rosalega hrifin af því í langan tíma. |
![]() |
Media frá MAC er klárlega eitt af uppáhöldunum mínum fyrir veturinn! |
![]() |
Elsku, elsku Russian Red frá MAC er líka einn af uppáhalds varalitunum mínum og hann fylgir mér allan ársins hring og mér finnst ég nánast alltaf geta notað hann. |
![]() |
Chanel Mat Lumiére er uppáhalds meikið mitt, ég nota reyndar ekki oft meik en mér finnst þetta frábært og ég hef verið að nota þetta meik í 2 ár og það fæst í Hagkaup. |
![]() |
Russian Navy frá OPI er annað af uppáhalds naglalökkunum mínum fyrir veturinn og það getur bara ekki klikkað að nota það. (Fæst í Hagkaup og Flestum Apótekum) |
Ég veit að þetta vara svona svolítið öðruvísi blogg en ég vona að þið hafið þó notið og endilega látið mig vita ef þið viljið sjá meira af eitthverju svona.