Nóvember verður mánuður framkvæmda á mínum heimili og ég er orðin rosalega spennt, það eru allavega nokkrar föndurhugmyndir að veltast um í höfðinu á mér sem ég ætla að sýna ykkur og það eru allavega tvö húsgögn sem ég vona að koma í sprautun í næsta mánuði og ég stefni að því að kaupa fallegan skenk sem myndi svo seinna meir vera undir sjónvarpinu.
Ég er líka töluvert að hugsa hvort að ykkur fyndist gaman að sjá þegar ég kaupi mér föt og snyrtivörur? ég er kannski ekkert sú mest spennandi þegar kemur að því en jújú stundum er eitthvað svoleiðist sem laumast með mér heim úr búðunum eða með pöntunum frá elsku USA.
Ég er samt mikið búin að vera að spá í því hvar ég eigi að kaupa jólatré en ég er að leita að eitthverju sem er "forlýst" eða semsagt með seríum innbyggðum það er náttúrulega algjör lúxus en ég meina jólin eru sá tími sem maður á að hafa fallega hluti uppi og tríta heimilið svolítið, eða er það ekki annars?
Ég ætla samt að enda póstinn á nokkrum hlutum sem ég stefni að því að kaupa fljótlega og smá sem ég keyfti í gær.
 |
Mig langar svo að kaupa mér nokkur svona Schleich dýr til að nota sem punt á heimilinu, þau eru ódýr og sniðug leið til að skreyta heimilið og hægt er að skipta út dýrum milli árstíða. |
 |
Þessi refur frá Schleich er til dæmis rosa sætur. |
 |
Ég keyfti svona Múmín minnisleik í gær í Eymundsson fyrir krakkana að leika í þegar að þau koma í heimsókn. |
No comments:
Post a Comment