October 4, 2013

Seinustu dagar...

Þá erum við aðeins búin að koma okkur fyrir í íbúðinni og okkur báðum finnst hún voða kósý, Viktor hefur samt því miður ekki ennþá fengið að vera eina nótt vegna þess að hann er á næturvaktatörn og það veldur því líka að það gengur aðeins hægar að ganga frá öll en ég hefði viljað, ég tók samt upp úr seinasta kassanum í morgun.
Það eru ekki öll húsgögn enn kominn en skenkurinn okkar er í makeover hjá NÓAL (sem ég mæli eindregið með að þið kíkið á og setjið like við facebook síðuna þeirra). 
Ég er að reyna að fá ömmu til að fara með mér og kíkja á skrifborð sem að langafi minn hann Óskar átti en það er í geymslu eins og er.
Vð erum svo bara búin að vera að skrifa undir fullt, fullt af pappírum og skoða allskonar fallegt dót sem lendir mögulega inni á heimilinu okkar, ég er svo að fara að sækja póst á pósthúsið á eftir svo á morgun ætla ég að setja myndir af því sem leyndist í kassanum sem bíður eftir mér á pósthúsinu.

Hér eru líka myndir af nokkrum af hlutum sem mig langar rosalega í og er búin að vera að skoða seinustu daga :)

Holmegaard jólaglasið fyrir 2013, það væri ekki amalegt að eiga tvö svona ;)
Chop 2 Pot skurðbretti en við eigum eitt svona en langar í tvö til viðbótar þar sem að þessi bretti eru snilldog mér finnst þau ómissandi í hvaða eldhús sem er.
Stelton hitakanna, koparlituð, að vísu dýr en alveg rosalegt augnayndi :)

Það var nú ekki meira í dag, voða óspennandi einhvað.
Þar til næst

No comments:

Post a Comment