Hér eru enn meira af myndum af fallega heimilinu mínu (að mér finnst) sem er allt að smella saman. Fallegi skenkurinn minn er komin úr makeoveri frá Nóal og nú vantar bara hnúða á hann sem verða keyptir þegar tækifæri gefst. Mirra litla Griffon tíkin okkar heldur að hún sé algjör prinsessa og á það til að stilla sér voðalega fallega upp í fallega sófasettinu okkar. Við erum líka loksins komin með eldhúsborð og stóla og var því auðvitað borðað við það um leið og færi gafst.
![]() |
Hér er Mirra að stilla sér svona líka fallega upp fyrir mig :) |
![]() |
Hérna er Eldhúsborðið og stólarnir, sem eru frá tengdó og verða því bara bráðabyrgða á meðan við söfnum okkur fyrir borði og stólum. (sem er að sjálfsögðu búið að velja). |
Vonandi fannst ykkur gaman að lesa færslu dagsins og það væri líka gaman ef þið mynduð setja like við facebook síðunna, það er hægt að gera það hér til hliðar, mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru að lesa :)
No comments:
Post a Comment