October 29, 2013

Jæja nú jæja..

Eins og flestum finnst mér mjög gaman að versla mér eitthvað og um daginn fór ég og keypti mér annan hvítan krumma frá Ingibjörgu Hönnu og stundum þarf maður líka að kaupa eitthvað ekki svona alveg heimilis og ég keypti tvær dvd myndir og varð Sódóma Reykjavík og Tinni fyrir valinu, það gladdi hinn aðilan á heimilinu ákaflega mikið!
Ég er líka búin að vera að fikta eitthvað við það að lagfæra uppskriftir eins og red velvet uppskriftina mína og fleira og fleira. síðan byrjar jólabaksturinn núna í nóvember og það verður bara gaman, leyfi ykkur að fylgjast með því þegar það gerist.
Síðan er ég búin að vera að skoða svo mikið af fallegum stofum og herbergjum og húsum og ég ætla bara að enda þennan bloggpóst á því að setja inn nokkrar myndir af því sem ég er búin að vera að skoða.







No comments:

Post a Comment