í dag langaði mig til að deila þeirri dásemd með ykkur sem að emileruðu bollarnir og diskarnir frá Muurla eru og auðvitað eru það Moomin fólkið sem heillar mig svona rosalega!
Mig langar svo að eignast eitthvað af þessari dásemd, því að þetta er bæði sniðugt með Arabia Moomin bollunum mínum sem ég tími kannski ekki að láta krakkana í fjölskyldunni hafa en ég gæti nú alveg leyft þeim að vera með þessa og þessir bollar og diskar væru annars vegar snilld í útileguna.
Vona að þið hafið notið og ég vil líka minna ykkur á like'a síðuna á facebook, alltaf gaman að sjá hverjir eru að lesa :)
No comments:
Post a Comment