January 31, 2013

Apothecary Jars

Apothecary Jars er ein af þeim dásemdum sem að ég hef tekið ástfóstri við, þær eru svo fallegar og þær eru svo sætar fullar af nammi inni í eldhúsinu eða með allskonar skrauti í. 
Nóg um það samt, ég ætla að setja nokkrar myndir inn fyrir ykkur að njóta :)



Finnst þessar æði og ég veit að það fást svipaðar í nokkrum verslunum hér heima



Hér er svipað og ég var að tala um með nammið :)


Það er líka rosalega sniðugt að nota þær fyrir jólaskraut :)!


Verð að viðurkenna að mér finnst þetta eiginlega sætasta hugmyndin og ætla sjálf að reyna þetta næstu jól :D


Vona að þið hafið notið og ekki gleyma að like'a síðuna á facebook ;)


January 28, 2013

Kastehelmi

Kastehelmi er gullfalleg glerlína frá Iittala, þessi fegurð var hönnuð af Oiva Toikka og kom út árið 1964, ótrúlegt finnst mér en þó ekki því að á þeim tíma var þessi stíll mjög móðins. 
Það sem mér finnst þó skemmtilegast við þessa glerlínu er að orðið Kastehelmi þýðir Daggardropi á finnsku og það nafn á svo sannarlega vel við þessa línu, ekki spillir það fyrir hversu fallegt glerið er þegar að ljós fellur á það! 
Heilt yfir litið er þetta mjög vel heppnuð lína og mér finnst hún yndisleg. Hún kemur í nokkrum litum og eru litirnir fleiri í skálunum og kertastjökunum heldur en diskunum, diskarnir koma í fjórum litum; glærum, grænum, bláum og gráum. Yndisleg lína sem vert er að skoða :)
Hér heima fæst hún í Búsáhöld í Kringlunni og Líf og List í Smáralind og fleiri stöðum.







Vona að þið hafið haft gaman af og endilega munið að like'a síðuna, mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru að lesa :)!



January 27, 2013

Milk Glass eða Mjólkur Gler?

Undanfarið hef ég verið að flakka um á netinu og enda alltaf á að skoða eitthvað sem er kallað Milk Glass (Mjólkur Gler, ef við bein þýðum það bara). Milk Glass eru dýrindis glerhlutir sem voru mjög vinsælir um 1930-1950 en var í rauninni fyrst gert á sextándu öld í Venice. Það er til í litunum hvítum, bleikum, gulum, bláum, grænum, brúnum og svörtum. Mér finnst þessir hlutir svo fallegir að ég verð að fá að deila nokkrum myndum með ykkur!






Ég er ekki frá því að þessi Mariskál sé innblásin af antík Milk Glass munum ;)

Vona að þið hafið notið og munið að like'a bloggið á facebook! :)


January 26, 2013

Emily Peacock

Við höfum öll krosssaumað einhvern tímann á ævinni og mynstrin voru öll mjög óspennandi og "ömmuleg"? Það er allavega mín reynsla þar til nýlega að ég sá tvo æðislega kodda sem ég varð ástfanginn af, svo að ég kynnti mér hvar þeir fengust og komst að því að ef mig langaði í þá, þá yrði ég gjörðu svo vel að sauma þá út sjálf (sem ég mun gera einhvern tímann, því mér finnst þeir æði). Koddarnir sem ég er að tala um eru frá Emily Peacock og þú getur skoðað vefsíðuna hennar og séð flottustu krosssaumsmynstur sem ég hef séð!


Þetta eru púðarnir sem ég er alveg að slefa yfir :)

Mér finnst þessir líka sætir 
Trú
Von
Trú, Von og Kærleikur, komið í svolítið meiri töffara búning en ég er alveg að fíla það :)
Svo síðast en ekki síst þessi útsaumur 

Hér er heimasíðan hennar: www.emilypeacock.com þið getið pottþétt fundið einhvað til að dást að þar :) Vona annars að þið hafið notið þess að lesa og langar að minna ykkur á að like'a síðuna mína hér til hliðar ;)


January 25, 2013

1883 de Philibert Routin

Síróp eru algjör snilld! og ekki bara í kaffið heldur í kakóið, kokteilana (áfenga sem og óáfenga), teið, matargerð og auðvitað í flest alla drykki :) En það er svo oft þannig að síróp er annað hvort rosa gott eða als ekkert varið í það, mitt persónulega uppáhald er 1883 de Philibert Routin sírópið. Það er franskt og er búið að vera til í yfir 120 ár!
Mæli með að fólk finni sína uppáhalds gerð og prufi sig áfram :) En þar sem að það er föstudagur ætla ég að henda inn tveimur kokteil uppskriftum fyrir ykkur ;)

Virgin Piña Colada
10 ml af Kókos sírópi
60 ml góður ananas safi
10 ml af Kókosmjólk
Allt sett í blandara, með töluvert af stórum klökum og blandað þar til klakarnir hafa mulist vel niður :)

Jarðaberja Daiquiri
20 ml Romm
15 ml Sítrónusafi
20 ml af Pure Cane Sugar sírópi
20 ml af Ástaraldin safa
80 grömm fersk jarðaber
Allt sett saman í blandara og blandað í nokkrar sekúndur þar til allt er vel blandað ;)


Úrvalið af sírópunum er endalaust!

Vona að þið hafið notið og getið nýtt ykkur þetta

January 23, 2013

Kimmidoll

Kimmidoll eru yndislega fallegar dúkkur/skrautmunir sem líta út fyrir að vera frá kína en eru í rauninni Ástralskar. 
Hver dúkka hefur sitt nafn sem þýðir einhvað svo sem Norika-Beauty, þetta eru frábærar tækifærisgjafir sem hafa mikla merkingu og mér finnst þær svo fallegar, það sem meira er að þà held ég að þær tvær sem við eigum séu uppàhalds skrautmunir betri helmingsins á heimilinu :) 
Þær fást aðeins í búð að Ármúla 38 og eru í öllum mögulegum stærðum og gerðum og verðflokkum, þau selja líka Kimmidoll junior sem eru voða sætar í stelpu herbergið og svo selja þau líka svo kallaða Ninja Warriors sem eiga að höfða meira til stràkana.

Þetta er önnur af þeim sem við eigum en hún heitir Chisato og voru reyndar bara framleiddar 5000 af henni og hún er með swarovski kristöllum :)


Kazue er líka önnur af þeim sem við eigum og það er það sama með hana, hún var bara framleidd í 5000 eintökum og er með swarovski kristöllum (hún er mitt uppáhald).


Þetta er Momoka sem þýðir Gorgeous og mig langar rosalega í hana en hún var bara fremleidd í 5000 eintökum líka eins og hinar en ég veit að það er einhvað til af henni á landinu :D


Þessi finnst mér líka algjört æði hún er í fastri framleiðslu hjá þeim og hún heitir Nobuko sem merkir Believe, mér finnst hún voða jólaleg og sæt :)


Þessi finnst mér algjört æði ég get bara ekki komið því fyrir mig hvað hún heitir :/


og hér er mynd af einni Kimmidoll junior, ekkert smá sætar :)

Eins og þið kannski lesið úr þessu að þá er ég mjög skotin í þessum dúkkum og fylgist mjög vel með hverjar eru að koma út, það má eiginlega segja að þetta sé einn af mínum uppáhalds skrautmunum :D
Vona að þið hafið notið

January 20, 2013

Dýrapúðar

Hef ekki mikið annað um dýrapúða að segja en að mér finnst þeir rosa sætir og mér finnst dýrapúðarnir hjá my conceptstore lang flottastir, þeir eru hannaðir af Ross Menuez og langaði mig rosalega að deila með ykkur nokkrum myndum af þeim.
Þeir eru á verðbilinu 5.900-24.900 kr.- og það er einhver munur á stærðinni á þeim :)





Vona að þið hafið notið!


January 17, 2013

Babúskurnar hennar Þóru Finnsdóttur

Þóra Finnsdóttir er íslenskur keramik hönnuður (mentuð í danaveldi) sem hefur verið töluvert vinsæl upp á síðkastið, ég sjálf fór fyrst að taka eftir henni mikið fyrri part seinasta árs og fannst hönnuninn hennar æði frá byrjun.
Ég ætlaði samt ekki að segja ykkur frá henni heldur uppáhalds hönnuninni minni sem hefur komið frá henni en það eru æðislegar babúskur sem eru held ég sex talsins í línunni. Ég veit voða lítið annað um þær en að þær fást í Mýrinni í Kringlunni og mér finnst þær æði! Vona að þið njótið :)


Jii, mér finnst þær algjört æði, þær eru komnar á listann minn yfir hvað ég verð að eignast einhvern tímann :)