Við höfum öll krosssaumað einhvern tímann á ævinni og mynstrin voru öll mjög óspennandi og "ömmuleg"? Það er allavega mín reynsla þar til nýlega að ég sá tvo æðislega kodda sem ég varð ástfanginn af, svo að ég kynnti mér hvar þeir fengust og komst að því að ef mig langaði í þá, þá yrði ég gjörðu svo vel að sauma þá út sjálf (sem ég mun gera einhvern tímann, því mér finnst þeir æði). Koddarnir sem ég er að tala um eru frá Emily Peacock og þú getur skoðað vefsíðuna hennar og séð flottustu krosssaumsmynstur sem ég hef séð!
Þetta eru púðarnir sem ég er alveg að slefa yfir :)
Mér finnst þessir líka sætir
Trú
Von
Trú, Von og Kærleikur, komið í svolítið meiri töffara búning en ég er alveg að fíla það :)
Svo síðast en ekki síst þessi útsaumur
Hér er heimasíðan hennar: www.emilypeacock.com þið getið pottþétt fundið einhvað til að dást að þar :) Vona annars að þið hafið notið þess að lesa og langar að minna ykkur á að like'a síðuna mína hér til hliðar ;)
No comments:
Post a Comment