Ég verð að viðurkenna að það er einhvað við svo margt sem Kartell fyrirtækið gerir sem heillar mig, í þetta skiptið er það Bourgie lampinn.
Hann er ein af þessum hönnunum þar sem gömlu og nýu er blandað saman hann er í baroque stíl en er hálf glær og gefur frá sér æðislega birtu, ekki nóg með það að þá er líka hægt að stilla hversu hátt skermurinn situr á fætinum (hægt er að láta hann sitja í 68,73 og 78 cm hæð).
Lampinn er hannaður af Ferruccio Laviani fyrir Kartell og hófst sala á honum árið 2004.
Ég er hrifnust af þessum svarta en hann kemur í mörgum mismunandi litum.
Geggjaður lampi. Hvar fær maður svona? og er hann ekki svaka dýr?
ReplyDeleteHann fæst í Casa, Líf&list og Epal, Ég veit að í Casa og Líf&list er hann á um 40-50 þúsund það fer einhvað aðeins eftir lit hvað þeir kosta en glæri og svarti eru ódýrarai en t.d. silfraði :)
DeleteKlárlega einhvað sem maður þarf samt að setja í bauk fyrir ;)
Já nú er bara að byrja að safna,langar í glærann ;) tíhí!!
ReplyDelete