January 25, 2013

1883 de Philibert Routin

Síróp eru algjör snilld! og ekki bara í kaffið heldur í kakóið, kokteilana (áfenga sem og óáfenga), teið, matargerð og auðvitað í flest alla drykki :) En það er svo oft þannig að síróp er annað hvort rosa gott eða als ekkert varið í það, mitt persónulega uppáhald er 1883 de Philibert Routin sírópið. Það er franskt og er búið að vera til í yfir 120 ár!
Mæli með að fólk finni sína uppáhalds gerð og prufi sig áfram :) En þar sem að það er föstudagur ætla ég að henda inn tveimur kokteil uppskriftum fyrir ykkur ;)

Virgin Piña Colada
10 ml af Kókos sírópi
60 ml góður ananas safi
10 ml af Kókosmjólk
Allt sett í blandara, með töluvert af stórum klökum og blandað þar til klakarnir hafa mulist vel niður :)

Jarðaberja Daiquiri
20 ml Romm
15 ml Sítrónusafi
20 ml af Pure Cane Sugar sírópi
20 ml af Ástaraldin safa
80 grömm fersk jarðaber
Allt sett saman í blandara og blandað í nokkrar sekúndur þar til allt er vel blandað ;)


Úrvalið af sírópunum er endalaust!

Vona að þið hafið notið og getið nýtt ykkur þetta

No comments:

Post a Comment