January 7, 2013

Maribowl

Ég hef því miður haft lítinn sem engan tíma til að henda einhverju hingað inn.. en í dag ættlaði ég að segja ykkur frá þessari æðislegu skál. 
Maribowl er samstarf Iittala og Marimekko, hún kom fyrst fyrir sjónir á 60's tímabilinu. Hún kemur í mörgum mismunandi litum (20 ef mig er ekki að misminna) og tveimur stærðum. Verðin eru einhvað mismunandi á þeim eftir litum.

Alveg æðislegar allar, svo margir fallegir litir. Til gamans má líka segja frá því að við gáfum nokkrar svona í jólagjafir í ár (sé eftir því að hafa ekki keypt mér eina sjálf þá).


No comments:

Post a Comment