Kimmidoll eru yndislega fallegar dúkkur/skrautmunir sem líta út fyrir að vera frá kína en eru í rauninni Ástralskar.
Hver dúkka hefur sitt nafn sem þýðir einhvað svo sem Norika-Beauty, þetta eru frábærar tækifærisgjafir sem hafa mikla merkingu og mér finnst þær svo fallegar, það sem meira er að þà held ég að þær tvær sem við eigum séu uppàhalds skrautmunir betri helmingsins á heimilinu :)
Þær fást aðeins í búð að Ármúla 38 og eru í öllum mögulegum stærðum og gerðum og verðflokkum, þau selja líka Kimmidoll junior sem eru voða sætar í stelpu herbergið og svo selja þau líka svo kallaða Ninja Warriors sem eiga að höfða meira til stràkana.
Þetta er önnur af þeim sem við eigum en hún heitir Chisato og voru reyndar bara framleiddar 5000 af henni og hún er með swarovski kristöllum :)
Kazue er líka önnur af þeim sem við eigum og það er það sama með hana, hún var bara framleidd í 5000 eintökum og er með swarovski kristöllum (hún er mitt uppáhald).
Þetta er Momoka sem þýðir Gorgeous og mig langar rosalega í hana en hún var bara fremleidd í 5000 eintökum líka eins og hinar en ég veit að það er einhvað til af henni á landinu :D
Þessi finnst mér líka algjört æði hún er í fastri framleiðslu hjá þeim og hún heitir Nobuko sem merkir Believe, mér finnst hún voða jólaleg og sæt :)
Þessi finnst mér algjört æði ég get bara ekki komið því fyrir mig hvað hún heitir :/
og hér er mynd af einni Kimmidoll junior, ekkert smá sætar :)
Eins og þið kannski lesið úr þessu að þá er ég mjög skotin í þessum dúkkum og fylgist mjög vel með hverjar eru að koma út, það má eiginlega segja að þetta sé einn af mínum uppáhalds skrautmunum :D
Vona að þið hafið notið
No comments:
Post a Comment