Mér fannst vera komin tími á það að þið fengjuð smá sýnishorn af því hvernig er inni í herberginu mínu :)
Þetta eru reyndar bara myndir af einum vegg inni í herberginu mínu og hvað stendur við hann og hvað er á honum.
Ég reyni að hafa allt mjög einfalt og róandi inni í herberginu mínu, því að ég þoli ekki auka hluti hér og þar og sérstaklega ekki þegar ég er að fara að sofa!
Þetta er eitt af því sem ég held mjög uppá inni í herberginu mínu, ég elska nefninlega ilmkerti og hef alltaf haldið uppá þessa mynd af mér og yngri bróður mínum saman :)
Þessi hefur mjög mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig en þetta er spegil sem amma Ólöf á Ólafsfirði átti og ég fékk að eiga eftir hana.
Hér er mynd af skenkunum mínum og því sem er uppá þeim í heild :)
Þetta er svo fyrir ofan skenkana, þetta er myndir af mér og fjölskyldunni og í stóra rammanum er það einskonar ættartré :D
Vona að þið hafið notið innlitsins og líkað vel :D
No comments:
Post a Comment