Undanfarið hef ég verið að flakka um á netinu og enda alltaf á að skoða eitthvað sem er kallað Milk Glass (Mjólkur Gler, ef við bein þýðum það bara). Milk Glass eru dýrindis glerhlutir sem voru mjög vinsælir um 1930-1950 en var í rauninni fyrst gert á sextándu öld í Venice. Það er til í litunum hvítum, bleikum, gulum, bláum, grænum, brúnum og svörtum. Mér finnst þessir hlutir svo fallegir að ég verð að fá að deila nokkrum myndum með ykkur!
Ég er ekki frá því að þessi Mariskál sé innblásin af antík Milk Glass munum ;)
Vona að þið hafið notið og munið að like'a bloggið á facebook! :)
No comments:
Post a Comment