January 28, 2013

Kastehelmi

Kastehelmi er gullfalleg glerlína frá Iittala, þessi fegurð var hönnuð af Oiva Toikka og kom út árið 1964, ótrúlegt finnst mér en þó ekki því að á þeim tíma var þessi stíll mjög móðins. 
Það sem mér finnst þó skemmtilegast við þessa glerlínu er að orðið Kastehelmi þýðir Daggardropi á finnsku og það nafn á svo sannarlega vel við þessa línu, ekki spillir það fyrir hversu fallegt glerið er þegar að ljós fellur á það! 
Heilt yfir litið er þetta mjög vel heppnuð lína og mér finnst hún yndisleg. Hún kemur í nokkrum litum og eru litirnir fleiri í skálunum og kertastjökunum heldur en diskunum, diskarnir koma í fjórum litum; glærum, grænum, bláum og gráum. Yndisleg lína sem vert er að skoða :)
Hér heima fæst hún í Búsáhöld í Kringlunni og Líf og List í Smáralind og fleiri stöðum.







Vona að þið hafið haft gaman af og endilega munið að like'a síðuna, mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru að lesa :)!



No comments:

Post a Comment