Þessi stóll finnst mér æðislegur og hann er í rauninni fyrsta íslenska hönnunin sem ég kolfell fyrir, það er einhvað við þessa samblöndu af mjúku hringlagaformi, skinni og mjög einföldum stálfótunum.
Sindrastóllinn hét reyndar öðru nafni fyrst þegar hann var gerður árið 1962 af Ásgeiri Einarssyni og hét þá ''Sindrastóll H-5''.
Núna er oðið mjög erfitt að komast yfir þennan stól og voru gerð 50 eintök af honum árið 2012 á 50 ára afmæli hans, hann var þá aðeins fáanlegur í GÁ húsgögnum og Sólóhúsgögnum og fékkst fyrir 160 þúsund krónur (sem er það sama og hann kostaði þegar hann komst fyrst á sjónarsvið árið 62').
Ps. Heyrði þó að hann væri komin uppí 169.000 hjá Sólóhúsgögnum og þeir væru þeir einu sem væru enþá með þá í sölu og að þeir hafi framleitt meira af þeim, veit þó ekki hvort þetta sé allt satt og rétt svo að ég læt þetta bara fylgja ;)
No comments:
Post a Comment