Þóra Finnsdóttir er íslenskur keramik hönnuður (mentuð í danaveldi) sem hefur verið töluvert vinsæl upp á síðkastið, ég sjálf fór fyrst að taka eftir henni mikið fyrri part seinasta árs og fannst hönnuninn hennar æði frá byrjun.
Ég ætlaði samt ekki að segja ykkur frá henni heldur uppáhalds hönnuninni minni sem hefur komið frá henni en það eru æðislegar babúskur sem eru held ég sex talsins í línunni. Ég veit voða lítið annað um þær en að þær fást í Mýrinni í Kringlunni og mér finnst þær æði! Vona að þið njótið :)
Jii, mér finnst þær algjört æði, þær eru komnar á listann minn yfir hvað ég verð að eignast einhvern tímann :)
No comments:
Post a Comment